Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2008 11:47

Vilja vera gulir og glaðir í gegn

Litavalið á íþróttamannvirkjunum á Jaðarsbökkum á Akranesi ætlar greinilega að verða stórt mál í bænum þetta árið og er mikið tilfinningamál. Á síðasta fundi bæjarráðs var kynnt bréf frá Sturlaugi Sturlaugssyni formanni ÍA, sem hann sendi fyrir hönd framkvæmdastjórnar. Efni bréfsins varðar val á lit íþróttamannvirkjanna og þar kemur fram það álit að guli liturinn sé samfélagsleg auðlind sem nýta eigi að minnsta kosti á íþróttamannvirki bæjarins og íþróttafatnað ÍA. Rekstrarnefnd mannvirkja hafi einnig samþykkt gulan lit.

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni var samþykkt í bæjarráði að fara að tillögu arkitekts um bláan lit á íþróttamannvirkin. Þegar bæjarstjórn tók síðan málið fyrir var orðið vart skiptra skoðana í bæjarsálinni og ákvað því bæjarstjórn að skipa starfshóp um litavalið. Þróun mála sýnir er hér er ekki lítið mál á ferðinni og kannski verður það bara þannig þegar búið verður að ákveða litavalið að Skagamenn vilji vera gulir og glaðir í gegn. Litur íþróttamannvirkjanna dragi dám af því.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is