Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2008 03:03

Uppsögn heilbrigðisfulltrúa úrskurðuð ólögmæt

Samgönguráðuneytið hefur með nýlegum úrskurði ógilt uppsögn starfsmanns Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem samþykkt var af heilbrigðisnefnd Vesturlands og hætti starfsmaðurinn sem var í starfi heilbrigðisfulltrúa störfum 29. febrúar síðastliðinn. Í úrskurði ráðuneytis er það lagt til grundvallar fyrir ógildingu uppsagnarinnar að hún byggist ekki á málefnalegum ástæðum né hafi meðalhófs stjórnsýslulaga verið gætt.

Laufey Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur á Akranesi var ráðin heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands í árslok 2001. Laufey var ráðinn í 100% starf og gegndi starfinu að fullu þar til hún varð fyrir slysi og þurfti af þeim sökum að minnka starfshlutfallið niður í 50%.

Laufey fór í veikindaleyfi af þessum sökum í febrúar á síðasta ári og lauk því leyfi í lok október síðastliðins. Eftir það hélt Laufey áfram í 50% starfshlutfalli, en var sagt upp störfum í nóvemberlok á þeim forsendum framkvæmdastjóra, sem heilbrigðisnefnd lagði síðan blessun sína yfir, að uppsögnin væri nauðsynleg ráðstöfun til þess að ná því marki að starfsemi heilbrigðiseftirlitsins yrði rekin á sem hagkvæmastan hátt. Ekki þyrfti að koma til þess að starfsmenn hjá heilbrigðiseftirliti Vesturlands væru í hálfu starfi.

 

Nefndin undrast úrskurðinn

Í úrskurði ráðuneytis er leitt að því rökum að ákvörðun um uppsögn hafi ekki verið tekin af til þess bærum aðila. Ráðuneytið telur að ekki verði dregin önnur ályktun en sú að kæranda hafi verið sagt upp störfum vegna þeirra áhrifa sem óumdeild veikindi hans orsökuðu og viðurkennir þar með ekki þau rök sem framkvæmdastjóri og heilbrigðisnefnd lögðu til grundvallar uppsögninni, að af hagkvæmnisástæðum væri nauðsynlegt að starfsmaðurinn væri í fullu starfshlutfalli en ekki hálfu.

Á fundi heilbrigðisnefndar Vesturlands í vikunni undraðist nefndin úrskurð samgönguráðuneytis. Nefndin samþykkti að fela Helga Helgasyni framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands að kynna úrskurðinn fyrir stjórnum aðildarsveitarfélaganna. Það var Erna Guðmundsdóttir lögfræðingur Bandalags háskólamanna sem undirbjó mál Laufeyjar til úrskurðar hjá ráðuneytinu. Erna sagði næsta skref að kanna hvernig rétti Laufeyjar yrði náð fram.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is