Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. september. 2008 01:00

Kvikmynd byggð á vísindaskáldsögu hefur jákvæð áhrif

Grundarfjörður.
Í júlí síðastliðnum var myndin Journey to the Center of the Earth frumsýnd vestanhafs en hún kemur síðan til sýningar hér á landi um miðjan þennan mánuð. Sögusvið myndarinnar byggir á vísindaskáldsögu Jules Vernes um leyndardóma Snæfellsjökuls, eða Ferðina til jarðarmiðju í beinni þýðingu. Þrátt fyrir að mynd þessi hafi ekki verið tekin upp hér á landi er því spáð að áhrif hennar verði mikil á ferðaþjónustu á Snæfellsnesi og verði kynningu á svæðinu mjög til framdráttar.

Jónas Guðmundsson, markaðsfulltrúi Grundarfjarðar er einn af þeim sem telur að myndin eigi eftir að hafa mjög jákvæð áhrif, meðal annars með fjölgun á viðkomu skemmtiferðaskipa til bæjarins.

 

Þess var getið í vestfirska fréttamiðlinum BB fyrr í sumar að fækkun væri í komu skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar. Jónas segir aðra sögu og telur afar vel líta út með pantanir fyrir viðkomu skipa til Grundarfjarðar næsta sumar. Þegar sé fjöldi skráðra skipa orðinn jafn þeim sem komu í sumar og líklega eigi þeim eftir að fjölga. Aðspurður segir hann misjafnt hversu mikið farþegar skipanna skilji eftir í bæjarfélaginu. Sumir hóparnir skili litlu meðan aðrir hafi meiri tíma og komi við í flestöllum verslunum og þjónustustöðum bæjarins.

 

“Við fórum af stað með svokallaðan móttökuhóp í sumar og hefur reynslan verið afar góð af því verkefni. Það voru sex ungmenni sem tóku þetta að sér undir stjórn Sigurborgar Hannesdóttur og stóðu þau sig öll með prýði. Það sýndi sig að ferðamönnum finnst dýrmætt að komast í snertingu við staðina í gegnum móttöku sem þessa, en ekki eingöngu í gegnum myndavélalinsurnar. Ferðamenn vilja persónulega þjónustu og spurðu til dæmis ungmennin mikið út í lífið hér á landi og í sjávarplássi eins og því sem við búum í,” sagði Jónas.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is