Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2008 07:20

Mikill áhugi fyrir uppbyggingu Stóra Kroppsflugvallar

Ljósm. Mats Wibe Lund.
Síðar í þessari viku er ráðgert að fulltrúar Borgarbyggðar, Flugstoða og eiganda lands við Stóra Kroppsflugvöll fundi um uppbyggingu vallarins og ræði meðal annars kaupverð lands sem að vellinum liggur. “Það liggur fyrir að verulegur áhugi er hjá forsvarsmönnum Flugstoða um að á Stóra Kroppi verði byggður upp flugvöllur þar sem meðal annars flugkennsla færi fram og umferð lítilla flugvéla yrði beint til. Völlurinn er í þægilegri nálægð við höfuðborgarsvæðið og þykir staðsetning hans heppileg út frá ýmsum hagsmunum. Þá er uppbygging hans tiltölulega ódýr þar sem þegar er þar flugvöllur,” sagði Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn.

Páll segir að nú sé verið að þreifa á verði við landeiganda og ljóst að eitthvað ber þar í milli, en kaupandi landsins yrði ríkið í gegnum Flugstoðir. “Nú á að ræða hversu mikið land verður keypt og á hvaða verði. Það er hins vegar ljóst að allir aðilar málsins eru mjög áhugasamir um framgang þessa verkefnis,” sagði Páll.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is