Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2008 04:21

Nýr slökkvibíll til Snæfellsbæjar

Síðastliðinn laugardag fékk slökkvilið Snæfellsbæjar formlega afhentan nýjan slökkvibíl. Bíllinn er af gerðinni ISS Wawrzaszek TLF 4000/400 á Scania P380 undirvagni. Bíllinn er einn af þeim fullkomnustu á landinu og er afar vel tækjum búinn.

Slökkvilið Snæfellsbæjar fór á móti nýja bílnum og síðan var honum fylgt inn í bæinn af eldri slökkviliðsbílum. Ekið var með sírenuvæli og ljósum að slökkviliðshúsinu þar sem formleg móttaka fór fram og var fjölmenni viðstatt þá athöfn.

Kristinn Jónasson tók við lyklunum úr hendi Benedikts Einars Gunnarssonar frá Ólafi Gíslasyni & Co sem sá um innflutning og breytingar á slökkviliðsbílnum. Við afhendinguna sögðust þeir báðir vona að bíllinn yrði sem minnst notaður.

Eftir afhendingu var flotinn skoðaður og boðið upp á veitingar í tilefni dagsins. Mikið var spjallað og spurt enda mikil ánægja með að fá bílinn í bæjarfélagið til að bæta öryggi bæjarbúa.

Mikið er til af búnaði í góðu ástandi á stöðinni og verður hluta hans komið fyrir í nýja slökkviliðsbílnum. Gamli bíllinn, sem er 1984 árgerð af Benz, mun áfram þjóna sínu hlutverki en nú sem bíll númer tvö. Mikil framsýni ríkti þegar sá bíll var keyptur á sínum tíma og er hann vel búinn búnaði. Auk þessa hefur slökkviliðið yfir að ráða bíl af gerðinni Reo Studibaker M 45 árgerð 1953.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is