Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2008 08:19

Tilboð opnuð í hönnun nýs Heiðarskóla

Búið að meta tilboðin á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar
Síðastliðinn fimmtudag var haldinn seinni fundur valnefndar og annarra fulltrúa Hvalfjarðarsveitar vegna undirbúnings ákvörðunar um hönnun nýs skólahúss við Heiðarskóla. Alls voru níu fyrirtæki sem skiluðu tilboðum í hönnun húsnæðis og uppfylltu átta þeirra skilyrði valnefndar. Það eru fyrirtækin Arkís, ASK arkitektar, Fjarhitun, Hnit, Mannvit, Tækniþjónustu SÁ, VSB og VST Rafteikningar. Á vegum sveitarfélagsins er nú verið að fara yfir tilboðin og stendur til að taka ákvörðun um endanlegt val hönnuðar á sveitarstjórnarfundi á morgun, þriðjudag. Við ákvörðun á hönnunaraðila verður bæði farið eftir gæðum (70% vægi) og verði (30%), þannig að gæðin munu vega mun þyngra við val á hönnun nýs skóla.

Að sögn Laufeyjar Jóhannsdóttir, sveitarstjóra verður ferli undirbúnings og byggingar skólahúss við Heiðarskóla nokkurn veginn á þann hátt að í nóvember verði fyrstu hugmyndir hönnuða tilbúnar, en hönnunarstigið mun þó ná fram í júlí á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að útboð vegna fyrsta áfanga byggingar verði í mars 2009. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu skólans standi yfir frá júlí 2009 til ágúst 2010 þannig að nýtt skólahús verði tilbúið um haustið 2010.” Eftir að 1. áfangi skólahússins verður tilbúinn er gert ráð fyrir að skólinn taki um 130 nemendur en nú eru nemendur þar um 100 talsins. Þá segir Laufey að sem hluti af væntanlegu hönnunarferli verði að taka ákvörðun um hvort núverandi skólahús verði nýtt að hluta eða öllu leyti eða jafnvel ekkert. Um það hefur ekki verið tekin ákvörðun í valnefnd sem jafnframt verður byggingarnefnd skólans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is