Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. september. 2008 10:10

Hættuleg árás í kjölfar niðrandi orða um Ólafsvík

Ólafsvík
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, greiðslu 690 þúsund króna í skaðabætur auk málskostnaðar, fyrir fólskulega árás á mann frá Ólafsvík við veitingahús í Norðlingaholti þann 21. október síðastliðinn. Átök milli mannanna upphófust á því að hinn dæmdi hafði farið niðrandi orðum um Ólafsvík. Það þoldi „Ólsarinn“ ekki og tók hinn manninn, að dómurinn telur, kverkataki.

Ákærði sagði Ólafsvíkinginn hafa keyrt sig upp að vegg og tekið sig svo slæmu taki að hann hafi verið kominn að köfnun. Ólsarinn segist hafa gengið í átt frá Reykvíkingnum út á götu að finna sér leigubíl. Hafi ákærði þá komið og slegið sig með bjórflösku og styðja þrjú vitni að atburðinum þann framburð. Samkvæmt læknisvottorði í málinu skarst Ólafsvíkingurinn á vör og hlaut og brot og sprungur á tönnum. Árás ákærða telst hafa verið sérstaklega hættuleg og var mat dómsins að hann hafi brotið gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is