Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2008 09:25

Sæmundur í miðjum stríðsátökum

Rútan í Kabúl.
Ljósm. mbl.is.
Það kom mér svolítið á óvart að sjá mynd af bílnum þarna úti í Afganstan, bjóst við að þessi bíll væri fyrir löngu ónýtur,” segir Sæmundur Sigmundsson í Borgarnesi. Ástæða þessara ummæla er að síðastliðinn mánudag birti fréttavefurinn mbl.is mynd af gömlum hópferðabíl frá Sæmundi þar sem bíllinn stóð í hópi annarra rútubíla í nágrenni stríðsátakanna við Kabúl í Afganistan þar sem herinn er með bækistöðvar. Sæmundur kveðst hafa selt bílinn mikið notaðan til Þýskalands fyrir 7-8 árum síðan.

“Ég setti þennan bíl upp í nýrri sem ég keypti á þessum tíma. Flýtirinn var nokkuð mikill þegar bíllinn var sendur utan og vannst til dæmis ekki tími til að kroppa af honum merkingarnar. Það kom mér samt mjög á óvart að sjá hann enn með upphaflegu merkingarnar, en í staðinn fyrir M-280 er komið eitthvað miklu óvirðulegra númer á arabísku sem ég þori ekki einu sinni að reyna að bera fram. Bíllinn virðist enn í furðu góðu ástandi, þó hjólkopparnir séu farnir og stöku beygla sjáist,” segir Sæmundur. Hann bætti því við að þegar fréttin og myndin birtist á mbl.is vefnum hafi margir haft samband við sig. “Ég laug að einhverjum að ég væri kominn með sérleyfi fyrir fastar ferðir þarna á milli þéttbýlisstaða, það hefði verið leitað til mín því enginn annar hefði þorað að keyra þessa leið. Sumir gleyptu við þessu gapandi af undrun, en svo leiðrétti ég vitleysuna strax,” segir Sæmundur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is