Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2008 11:25

Eftirspurn kallar á að leiguhúsnæði rísi í Dalabyggð

Búðardalur.
Ljósm. Mats Wibe Lund.
Eins og komið hefur fram í fréttum að undanförnu er mikil húsnæðisekla í Dalabyggð, en sérstaklega er þar mikill skortur á leiguhúsnæði. Grímur Atlason sveitarstjóri segir að sveitarstjórnin bindi vonir við að byggingaraðilar sjái hag sinn í að byggja íbúðarhúsnæði til útleigu. „Það er framboð og eftirspurn sem ræður á markaðnum. Hér vantar húsnæði og má nefna að parhús sem verktaki byggði fyrir tveimur árum hefur verið í stöðugri leigu. Þá má nefna að lán til byggingar leiguíbúða eru á betri kjörum en til byggingar söluíbúða.“

Grímur segir að sveitarstjórn vilji síður fara í að byggja íbúðarhús enda sé almennt litið þannig á að sveitarfélög eigi ekki að standa í samkeppnisrekstri. „Hins vegar getur komið upp sú staða að við verðum að bregðast við aðstæðum,“ segir Grímur. Hann segir að miðað við stöðuna á húsnæðismarkaði núna sé langt í frá að nægjanlegt leiguhúsnæði hafi bæst við síðustu árin og það hrökkvi hvergi nærri til þótt sveitarfélagið eigi nokkrar íbúðir til útleigu.

 

Um þessar mundir er einmitt verið að samræma leigukjör á íbúðum í eigu Dalabyggðar. Á síðasta fundi sveitarstjórnar kom fyrirspurn frá Gunnólfi Lárussyni fyrrverandi sveitarstjóra um hvort það sé stefna meirihluta sveitarstjórnar að hækka leigu hjá einstökum leigjendum um 98%. Þórður Ingólfsson oddviti svaraði því til að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það innan meirihlutans. Það sé hins vegar stefnan að sveitarfélagið stundi ekki undirboð á leigumarkaði íbúðarhúsnæðis í Dalabyggð.

Aðspurður um þær tölur sem fram komu í fyrirspurn fyrrverandi sveitarstjóra segir Grímur að þegar ekki sé sinnt að fylgja þeim verðlagsbreytingum sem orðið hafa á leigu- og húsnæðismarkaði, þá birtist tölur sem þessar. „Gæta verður fyllsta jafnræðis af hálfu sveitarfélagsins hvort sem um er að ræða húsaleigu eða þjónustu sem í boði er,“ segir Grímur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is