Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. september. 2008 01:50

Ósanngjarnt að mismuna námsmönnum í strætó

„Hvernig stendur á því að höfuðborgin og hjáleigur hennar geta mismunað nemum sem eru svo óheppnir að eiga lögheimili til dæmis í Búðardal eða á Raufarhöfn með þessum hætti? Stefni maður á framhaldsnám er mesta úrvalið á höfuðborgarsvæðinu og uppbyggingin hefur að langmestu leyti farið þar fram. Þetta nám er niðurgreitt af ríkinu og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu njóta góðs af staðsetningu skólanna með margvíslegum hætti. Reykjavíkurborg er að hagnast um hundruð milljóna á ári vegna framhalds- og háskólanna í borginni. Okkur í sveitarfélögum á landsbyggðinni finnst það afar ósanngjarnt að ráðamenn borgarinnar séu með þessum hætti að knýja nemendur utan af landi til að færa lögheimili sitt til borgarinnar,“ segir Grímur Atlason sveitarstjóri Dalabyggðar um þá ákvörðun að nemendur í Reykjavík sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur og fimm annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fái ekki frítt í strætó.

Grímur segir í þessu sambandi að Reykjavík sé ekki bara eitthvert sveitarfélag sem geti gert það sem því sýnist þegar því hentar. Hér sé um að ræða höfuðborgina og það hafi ekki verið Reykvíkingar sem ákváðu að stofnanir, stjórnsýsla, skólar, spítalar og fleira yrði komið fyrir innan marka hennar. Það hafi verið landsmenn allir. „Við og þið hin er vond aðferðarfræði,“ segir Grímur.

 

„Það er aumt að sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu sjái ekki hve lánsamir þeir eru að uppbygging framahaldsskólanna skuli hafa farið fram á þeirra svæði. Ef þeir gerðu það myndu þeir ekki hika við að bjóða nemendum frá öðrum sveitarfélögum upp á sambærileg kjör og nemendur svæðisins njóta í strætó. Verr stödd sveitarfélög fjárhagslega eru mörg hver að niðurgreiða þjónustu og gera ekki greinarmun eftir búsetu. Til dæmis er gjaldfrjálst í sund fyrir börn yngri en 16 ára í Bolungarvík. Þar skiptir engu hvort barnið sé frá Ísafirði, Bolungarvík eða Reykjavík. Enda væri það ömurlegt að segja átta ára vinum sem mættu í laugina: “Þú ofaní en þú getur farið heim, lögheimilið er ekki rétt,““ segir Grímur Atlason. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is