Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2008 07:20

Skallarnir töpuðu í gærkvöldi

Draumurinn er á enda hjá Skallagrímsmönnum og þeir verða að gera sér að góðu að leika áfram í 3. deild næsta sumar. Eftir jafntefli gegn Hömrum/Vinum syðra á laugardag var útlitið ágætt fyrir heimaleikinn í Borgarnesi í gærkvöldi. Hann tapaðist hins vegar 1:3 þannig að það verða Hamrar/Vinir sem leika í 2. deild næsta sumar.

Skallagrímsmenn byrjuðu ágætlega í leiknum án þess að skapa sér færi. Gestirnir skoruðu hins vegar úr sínu fyrsta færi. Skallarnir fengu tvö góð færi undir lok fyrri hálfleiks sem tókst ekki að nýta. Hamrar/Vinir gerðu síðan út um leikinn í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir skoruðu tvívegis á fyrstu fimm mínútunum. Jóni Grétari Ólafssyni tókst að minnka muninn fyrir Skallagrím í 1:3. Undir lokin mistókst Emil Sigurðssyni að skora út víti fyrir heimamenn, sem skipti í raun engu máli, því þeir þurftu að vinna leikinn til að sigra í þessu tveggja leikja einvígi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is