Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2008 08:30

Trúi því að liðið mitt geti unnið öll lið

Pálmi Haraldsson.
„Það var mikill léttir hjá mannskapnum að vinna síðasta leik, enda orðið langt frá síðasta sigri. Það hefur verið gaman að mæta á æfingar að undanförnu og allt annar andi er í hópnum núna en þegar ég byrjaði og kom á fyrstu æfingarnar í sumar. Þá fann ég að það var þungt yfir mannskapnum, sérkennilegt andrúmsloft sem myndast oft þegar illa gengur,” segir Pálmi Haraldsson viðskiptastjóri hjá Glitni. Pálmi tók sem kunnugt er skóna fram að nýju í sumar, brást við kallinu þegar tvíburarnir tóku við þjálfun Skagaliðsins og hefur leikið síðustu leiki með liðinu.

“Núna er þetta allt annað og ég held við séum allir innstilltir á að vinna næsta leik. Ég hef alltaf haft trú á því að mitt lið geti unnið öll lið og þannig verður það á móti Þrótti. Þegar það verkefni er búið tekur það næsta við. Ég trúi á að smákraftaverk gerist og við getum haldið okkur í efstu deild. Ef þú aftur á móti hittir talnaspeking og bæðir hann að reikna út líkurnar á því að Skagaliðinu takist að halda sér í deildinni yrði útkoman kannski ekki glæsileg. Ég er náttúrlega að sýsla við tölur,“ segir Pálmi og hlær.

Sjá viðtal við Pálma í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is