Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2008 12:45

Busadagur og afmæli nemendafélags

Nemendur í FSN kepptu í strandblaki.
Það var mikið um að vera í fjölbrautaskólum Vesturlands í liðinni viku. Á Akranesi héldu nemendur upp á 30 ára afmæli nemendafélagsins, NFFA, á föstudag. Um hádegisbil var stundaskráin lögð til hliðar, efnt var til grillveislu og síðan safnast saman á sal þar sem nemendur skemmtu með söng, Bubbi Morthens kom í heimsókn og ýmislegt fleira. Um kvöldið var svo fyrsta ball vetrarins þar sem Jet Black Joe og DJ Óli ofur léku fyrir dansi.

Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga voru nýnemar boðnir velkomnir á nýjan hátt á fimmtudag, en mikil leynd hvíldi yfir “busadeginum” fram á síðustu stundu. Þegar nemendur mættu í skólann var kennslustofum lokað, skaranum skipt upp í hópa og haldið sem leið lá í rútu út í Skarðsvík í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.

Nemendur í FVA sungu afmælis-sönginn fyrir nemendafélagið.
Í Skarðsvík fór fram keppni í strandblaki, flugdrekasmíði, pokahlaupi og sandkastalakeppni. Loks var boðið upp á grillað lambakjöt og meðlæti. Veðrið lék við hópinn og sumir létu sig lágt hitastig engu varða og skelltu sér í sjóinn. Það var því ánægður hópur sem hélt á árlegt busaball í samkomuhúsinu í Grundarfirði um kvöldið og vafalaust hafa margir verið fegnir því að sleppa við öllu hefðbundnari busavígslu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is