Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2008 03:02

Bændur áhugasamir um landgræðslu

Nýverið var haldinn fundur í Árbliki, félagsheimili Dalamanna, með bændum á Vesturlandi og Vestfjörðum sem taka þátt í eða hafa áhuga á samstarfi í verkefni Landgræðslu ríkisins, Bændur græða landið. Þátttaka á fundinum var góð.

Bændur græða landið er samvinnuverkefni Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heimalanda. Tilgangur þess er að styrkja bændur til landgræðslu á jörðum sínum, stöðva rof, þekja land gróðri og gera það nothæft á ný til landbúnaðar eða annarra nota. Verkefnið hófst árið 1990 og eru þátttakendur nú um 650. Auk tilbúins áburðar nýta bændur lífrænan áburð svo sem moð, mykju, tað, heyafganga og fleira til uppgræðslu með frábærum árangri. Landgræðsla ríkisins hefur umsjón með verkefninu, veitir ráðgjöf, styrkir bændur til áburðarkaupa og lætur í té fræ þar sem þess er talin þörf.

Þórunn Pétursdóttir, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Vesturlandi og Vestfjörðum kynnti uppgræðslustarf bænda á fundinum og árangur þess en svo tók við fyrirlestur Magnúsar H. Jóhannssonar um áburðarskammta á úthaga, „Hversu lítið er nóg?“

 

Bændurnir Þorvaldur Jónsson frá Brekkukoti í Reykholtsdal, Magnús Ingi Hannesson frá Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit og Finnbogi Harðarson frá Sauðafelli í Dalabyggð höfðu stutta framsögu um aðferðir og langa reynslu sína í landbóta- og uppgræðslustörfum. Eftir kaffi og kleinur var svo haldið í vettvangsferð undir leiðsögn Finnboga Harðarsonar frá Sauðafelli þar sem skoðaður var árangur tilraunauppgræðslu við áreyrar Miðár í Dölum, sem unnið er í samstarfi bænda sem eiga land að ánni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is