Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2008 01:55

Skora á ráðherra í framhaldi bændafundar

Í framhaldi af fjölmennum fundi sauðfjárbænda sem fram fór í Dalabúð fyrir skömmu, og Félag sauðfjárbænda í Dalabyggð boðaði til, hefur félagið sent frá sér ályktanir sem byggja á atriðum sem komu fram í máli þeirra bænda sem kvöddu sér hljóðs á umræddum fundi. Fjalla þær um fyrirhugað matvælafrumvarp ráðherra, hagræðingu í sláturiðnaði, viðskiptahætti í smásölu kjöts og afurðalán. Í fyrsta lagi skora sauðfjárbændur í Dölum á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að leggja ekki fram matvælafrumvarp frá síðasta þingi óbreytt. “Félagið skorar á ráðherra að hefja viðræður við ESB um að fá undanþágur frá ákveðnum þáttum frumvarpsins. Þar er helst átt við þá þætti er snúa að frjálsum innflutningi á hráu kjöti,” segir í ályktuninni.

Þá skorar félagið á Bændasamtök Íslands og Landsamtök sauðfjárbænda að hafna alfarið óbreyttu matvælafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og óska í framhaldinu eftir öllum upplýsingum um samskipti ráðuneytisins við ESB vegna málsins.

Í greinargerð með tillölgunni segir að heilbrigði og rekjanleiki íslenskra búvara sé með því besta sem gerist í heiminum. “Mikilvægt er að fórna ekki þessum árangri með því að heimila óheftan innflutning á hrárri kjötvöru. Þetta frumvarp teflir auk þess mörgum störfum er tengjast landbúnaði beint og óbeint í mikla hættu.”

 

Hefur hagræðing skilað sér?

Þá skorar félagði á ráðherra að skipa nefnd sem færi yfir þá hagræðingu sem verða átti vegna fækkunar og stækkunar afurðastöðva. Í greinargerð með þeirri tillögu bendir félagið á að fyrir nokkrum árum hafi ríkisvaldið sett fram miklar fjárhæðir til úreldingar á sláturhúsum. “Tilgangur þess var að auka hagræðingu í sláturiðnaði og hækka þannig m.a. afurðaverð til bænda. Mikilvægt er að kanna annarsvegar hvort þessi hagræðing hafi skilað sér í auknum tekjum  til afurðastöðva og hinsvegar hvort þessi hagræðing hafi skilað sér í auknum tekjum til sauðfjárbænda.”

 

Viðskiptahættir á smásölumarkaði

Félag sauðfjárbænda í Dölum skorar á ráðherra að kannaði verði hvort samkeppni og viðskiptahættir á smásölumarkaði með íslenskar landbúnaðarvörur séu með eðlilegum hætti. Í greinargerð með þeirri tillögu seir að mikil umræða hafi um það meðal bænda, afurðastöðva, kjötvinnslna o.fl. að samkeppni á smásölumarkaði geti ekki verið eðlileg þar sem markaðurinn sé á of fárra höndum. Mikilvægt sé að skoða hvort þetta sé raunin og þá hvernig hægt sé að bregðast við.

 

Vantar hagstæð afurðalán

Að lokum fer Félag sauðfjárbænda fram á skoðun á því hvort mögulegt sé að Byggðastofnun láni afurðastöðvum afurðalán á hagstæðum vöxtum. “Vaxtakostnaður afurðastöðva er mikill og tekjur til sauðfjárbænda ættu að hækka ef hægt væri að ná þessum kostnaði niður með einhverjum hætti,” segir í greinargerð með tillögunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is