Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. september. 2008 01:55

Skora á ráðherra í framhaldi bændafundar

Í framhaldi af fjölmennum fundi sauðfjárbænda sem fram fór í Dalabúð fyrir skömmu, og Félag sauðfjárbænda í Dalabyggð boðaði til, hefur félagið sent frá sér ályktanir sem byggja á atriðum sem komu fram í máli þeirra bænda sem kvöddu sér hljóðs á umræddum fundi. Fjalla þær um fyrirhugað matvælafrumvarp ráðherra, hagræðingu í sláturiðnaði, viðskiptahætti í smásölu kjöts og afurðalán. Í fyrsta lagi skora sauðfjárbændur í Dölum á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að leggja ekki fram matvælafrumvarp frá síðasta þingi óbreytt. “Félagið skorar á ráðherra að hefja viðræður við ESB um að fá undanþágur frá ákveðnum þáttum frumvarpsins. Þar er helst átt við þá þætti er snúa að frjálsum innflutningi á hráu kjöti,” segir í ályktuninni.

Þá skorar félagið á Bændasamtök Íslands og Landsamtök sauðfjárbænda að hafna alfarið óbreyttu matvælafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og óska í framhaldinu eftir öllum upplýsingum um samskipti ráðuneytisins við ESB vegna málsins.

Í greinargerð með tillölgunni segir að heilbrigði og rekjanleiki íslenskra búvara sé með því besta sem gerist í heiminum. “Mikilvægt er að fórna ekki þessum árangri með því að heimila óheftan innflutning á hrárri kjötvöru. Þetta frumvarp teflir auk þess mörgum störfum er tengjast landbúnaði beint og óbeint í mikla hættu.”

 

Hefur hagræðing skilað sér?

Þá skorar félagði á ráðherra að skipa nefnd sem færi yfir þá hagræðingu sem verða átti vegna fækkunar og stækkunar afurðastöðva. Í greinargerð með þeirri tillögu bendir félagið á að fyrir nokkrum árum hafi ríkisvaldið sett fram miklar fjárhæðir til úreldingar á sláturhúsum. “Tilgangur þess var að auka hagræðingu í sláturiðnaði og hækka þannig m.a. afurðaverð til bænda. Mikilvægt er að kanna annarsvegar hvort þessi hagræðing hafi skilað sér í auknum tekjum  til afurðastöðva og hinsvegar hvort þessi hagræðing hafi skilað sér í auknum tekjum til sauðfjárbænda.”

 

Viðskiptahættir á smásölumarkaði

Félag sauðfjárbænda í Dölum skorar á ráðherra að kannaði verði hvort samkeppni og viðskiptahættir á smásölumarkaði með íslenskar landbúnaðarvörur séu með eðlilegum hætti. Í greinargerð með þeirri tillögu seir að mikil umræða hafi um það meðal bænda, afurðastöðva, kjötvinnslna o.fl. að samkeppni á smásölumarkaði geti ekki verið eðlileg þar sem markaðurinn sé á of fárra höndum. Mikilvægt sé að skoða hvort þetta sé raunin og þá hvernig hægt sé að bregðast við.

 

Vantar hagstæð afurðalán

Að lokum fer Félag sauðfjárbænda fram á skoðun á því hvort mögulegt sé að Byggðastofnun láni afurðastöðvum afurðalán á hagstæðum vöxtum. “Vaxtakostnaður afurðastöðva er mikill og tekjur til sauðfjárbænda ættu að hækka ef hægt væri að ná þessum kostnaði niður með einhverjum hætti,” segir í greinargerð með tillögunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is