Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2008 08:34

Merking húsa og eyðibýla

Íbúafundur fór fram í Borgarnesi fyrr í vikunni þar sem umræðuefnið var merkingar eyðibýla og gamalla húsa. Jónína Arnardóttir nefndarmaður í menningarnefnd kynnti samstarfsverkefni menningar- umhverfis- og landbúnaðarnefnda sveitarfélagsins sem fólgið er í því að merkja þau hús sem eru eldri en frá 1950 annarsvegar og hinsvegar eyðibýli. Á fundinum fjallaði Margrét Guðjónsdóttir um verndun menningarminja og mikilvægi þess að viðhalda sögu gamalla húsa. Margrét hefur verið ráðin í tengslum við aðalskipulagsvinnu sveitarfélagsins til að gera víðtæka húsakönnun í Borgarbyggð. Eftir erindi hennar spunnust umræður um einstaka hús í héraðinu. Þá tók Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og kynningarfulltrúi við og ræddi útlit skilta og kostnað við þau. Listi var látinn ganga á fundinum þar sem fólk gat skráð sig, hús sín og eyðibýli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is