Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2008 09:36

Þreföldun í lausfrystingu á Akranesi

Vinnsla hófst að nýju í fiskiðjuveri HB Granda á Akranesi 18. ágúst sl. eftir sumarleyfi. Var sumarleyfistíminn notaður til að setja upp nýjan lausfrystibúnað sem þrefaldar afköstin í vinnslunni frá því sem var. Að sögn Torfa Þ. Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra landvinnslu HB Granda á vef fyrirtækisins, hefur búnaðurinn reynst vel og vinnslan gengið að óskum.

Það var Skaginn hf. á Akranesi sem smíðaði nýja lausfrystibúnaðinn og setti hann upp. Afkastagetan er nú 2,5 tonn af afurðum á klukkustund en uppistaðan í vinnslunni eru léttsöltuð og lausfryst ufsaflök auk framleiðslu á léttsöltuðum og lausfrystum þorskflökum.

Um 20 manns vinna við framleiðsluna. Að sögn Torfa fara afurðirnar aðallega á markaði í Suður-Evrópu og Brasilíu. Góð eftirspurn er á báðum markaðssvæðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is