Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2008 10:30

Íbúatalan skreið yfir 6600 við komu flóttafólksins

Við komu flóttafólksins frá Palestínu til Akraness fyrr í vikunni, þegar 29 nýir íbúar bættust við, gerðist það að íbúatala bæjarins skreið yfir á sjöunda hundraðið yfir sex þúsundum, er nú 6601. Íbúum Akraness hefur fjölgað jafnt og þétt að undanförnu og hefur fjölgað á einu og hálfu ári um 600 manns. Sex þúsundasti íbúinn á Akranesi gerði vart við sig í febrúarmánuði 2007.

„Það er búið að vera gríðarleg fjölgun í bænum síðustu fjögur árin, alls 16%, sem sagt um 4% á ári, sem er mjög gott. Okkur fjölgar jafn og þétt þó svo að það fari líka fólk í burtu. Til dæmis er stutt síðan frá okkur fluttu um 40 Pólverjar sem búsettir voru hérna þannig að það var áætt að fá tæplega 30 manns í staðinn,“ segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri.

Hann segir að á Akranesi eins og annars staðar hafi borið á því að erlend verkafólk leiti heim í auknum mæli vegna stöðu íslensku krónunnar, sem þýði að samkeppnin við erlendan vinnumarkað sé verri en áður.

„Það er allt á fullu hjá okkur og við erum að undirbúa ýmiss mál. Við erum í milliuppgjöri þessar vikurnar og fáum þar niðurstöður upp úr miðjum mánuðinum. Í grófum dráttum lítur það þannig út að áætlanir varðandi tekjur virðast ætla að standast en hinsvegar gerir gengisþróunin það að verkum að lán sem við erum með í erlendri mynt hækka um 40% líkt og hjá öðrum,“ segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is