Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2008 11:20

Byggja upp vélainnflutningsfyrirtæki í Dölum

Félagarnir Baldur og Ágúst starfa við Vagnheima.
“Við erum í sveitinni,” er fyrsti kynningartexti sem sést þegar heimasíða fyrirtækisins Vagnheima ehf. er opnuð. Í Hjarðarholti í Laxárdal í Dalasýslu hefur nú á annað ár verið rekið sérhæft fyrirtæki í innflutningi landbúnaðartækja. Tilgangur fyrirtækisins er meðal annars að styrkja atvinnu í dreifbýli og auka tekjur á sauðfjárbúinu þar sem reksturinn fer fram. Fyrirtækið varð í raun til fyrir tilviljun þegar bændur í Hjarðarholti fluttu sjálfir inn nýjan skítadreifara frá Bretlandi í árslok 2006.

Vagnheimar eru fjölskyldufyrirtæki í eigu Bjarkar Baldursdóttur og Ágústs G. Péturssonar bænda í Hjarðarholti og feðganna Gísla Kristjáns Baldurssonar og Baldurs Þóris Gíslasonar í Búðardal. Hafa þau meðal annars umboð fyrir Marston Trailer-group á Íslandi, breskt fyrirtæki sem hefur staðið framarlega á sviði hönnunar og framleiðslu á landbúnaðartækjum. Þá hafa Vagnheimar bætt við sig fleiri vélaframleiðendum og nú síðast tækjum frá Kirchner. Þess má geta að fyrirtækið selur líklega einu haugsugurnar úr plasti sem seldar eru hér á landi.

 

Rætt er við Baldur um þetta vaxandi fyrirtæki í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is