Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2008 08:30

Fá takmarkað leyfi til efnistöku úr Hvalfirði

Hvalfjörður.
„Þetta er áfangasigur og verulegur árangur. Það er miklu minna svæði og minna magn sem leyft er til efnistöku en áður,“ segir Sigurbjörn Hjaltason oddviti Kjósarhrepps um nýútgefið bráðabirgðaleyfi sem iðnaðarráðuneytið gaf út fyrir helgina til Björgunar um efnistöku af botni Hvalfjarðar. Áður útgefið bráðabirgðaleyfi rann út um síðustu mánaðamót. Nýja leyfið nær þó einungis að hámarki til 1. mars næstkomandi, en þó aldrei lengur en tveimur mánuðum eftir að fyrir liggur endanlegt álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum einstakra svæða.

Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni hefur efnistaka Björgunar í Hvalfirði tíðkast frá árinu 1963. Sveitarstjórnir og landeigendur hafa lengstum verið andvígir henni, sérstaklega í seinni tíð og hafa viljað takmarka hana til muna. Fram til þessa hefur efnistakan verið úr sjö námum við fjörðinn á alls tæplega 150 hektara svæði. Sex þessara náma eru Kjósarmegin: Maríuhöfn, Hálsnes, Eyri, Laufagrunn, Kiðafell og Kiðafellstunga. Náman Hvalfjarðarsveitarmegin er við Hrafnseyri.

 

Í nýja bráðabirgðaleyfinu er aðeins veitt heimild til efnistöku úr námunni við Laufagrunn og Kiðafells- og Kiðafellstungunámum og í stað þess að áður var efnistakan leyfð upp að netalögnum er nú dregin lína 500 metra út frá stórstraumsfjöru frá Kiðafelli allt að Saltvík á Kjalarnesi. Heimildin nær til efnistöku allt að 50 þúsund rúmmetrum úr hverri námu, sem er ekki mikið magn að mati oddvita Kjósarhrepps.

 

Í erindi Björgunar vegna umsóknar um bráðabirgðaleyfið kemur fram að efnistakan úr Hvalfirði og öðrum svæðum á Faxaflóa séu mjög mikilvæg mörgum viðskiptaaðilum fyrirtækisins. Björgun sér til dæmis Sementsverksmiðjunni á Akranesi fyrir skeljasandi og BM Vallá fyrir efni til steypugerðar. Þá aflar Björgun hráefnis fyrir malbikunarfyrirtæki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is