Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2008 07:20

Framkvæmdum miðar vel við undirbúning ungmennalandsmóts

Unnið að þökulögn við íþróttaleikvanginn í Grundarfirði.
Framkvæmdum við mannvirkjagerð fyrir unglingalandsmót UMFÍ á Grundarfirði næsta sumar miðar vel og eru þær vel á áætlun, að sögn Jóns Péturs Péturssonar starfsmanns framkv.nefndar Grundafjarðabæjar vegna landsmótsins. Þessa dagana er einmitt verið að ganga frá útboðsgögnum vegna dýrasta hluta framkvæmdanna, gerð frjálsíþróttavallarins. Áætlanir gera ráð fyrir að gengið verið frá undirlagi fyrir völlinn í haust og tartan-efni verði síðan lagt á brautir og keppnissvæði við völlinn næsta vor.

Í sumar hefur verið unnið að mótun fjögurra knattspyrnuvalla, fyrir keppina á landsmótinu en þar er keppt í sjö manna liðum. Verið er að leggja þökur á þessa velli sem eru steinsnar frá aðalleikvanginum. Vellirnir verða þó einungis nýttir fyrir knattspyrnu á landsmótinu þar sem þeir verða skrúðgarðs- og tjaldsvæði í framtíðarskipulagi.

 

Að sögn Jóns Péturs eru þrjú stór verkefni sem unnið er að þetta árið; knattspyrnuvellirnir, byrjunarframkvæmdir við frjálsíþróttavöll og mótorkrossbraut. Svæði fyrir mótorkrossbrautina var úthlutað fyrir skömmu við Hrafnkelsstaðabotn í  Kolgrafarfirði. Jón Pétur segir að kappkostað sé að landsmótið, sem fram fer um verslunarmannahelgina næsta sumar, verði mikil fjölskylduhátíð og íþróttakeppnin fari að mestu fram á og við íþróttaleikvanginn. Það sé aðeins keppni í golfi og mótorkrossi sem verði spölkorn frá aðalmótssvæðinu. Reiðvöllurinn við hesthúsahverfið, þar sem keppni í hestaíþróttum fer fram, sé stutt frá íþróttasvæðinu. Það er Grundarfjarðarbær sem stendur að unglingalandsmótinu í samvinnu við HSH. Sérstök landsmótsnefnd sér um dagskrá og framkvæmd þess, þar sem sæti eiga fulltrúar frá HSH og UMFÍ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is