11. september. 2008 12:30
Á dögunum gerðist það að ökumaður ók á brott eftir að hafa keyrt á reiðhjól átta ára gamallar stúlku á Akranesi. Stúlkan teymdi reiðhjól sitt yfir Vogabraut rétt hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands þegar dökkbláum bíl var ekið yfir framenda hjólsins. Varð stúlkan á milli reiðhjóls og gangstéttar. Ökumaður bifreiðarinnar nam ekki staðar heldur ók á brott án þess eins að huga að stúlkunni. Sem betur fer var stúlkan blessunarlega lítið slösuð, einungis skrámuð á fæti en talsvert skelkuð. Lögreglan telur vítavert af ökumanni að hafa ekki numið staðar og hugað að afleiðingum óhappsins.