Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2008 02:04

Fjallkóngur í sína fimmtugustu leit

Kristján Axelsson bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum er í dag að leggja í sína fimmtugustu leit ásamt fimm öðrum leitamönnum sem fara lengstu smalamennskurnar fyrir Þverárrétt sem verður nk. mánudag. “Ég hef líklega verið fjallkóngur síðan 1982 en hef annars farið samfellt í göngur í hálfa öld. Á laugardag bætast síðan 19 smalar í hóp okkar Tungnamanna þannig að í allt verðum við 25. Síðan smala Þverhlíðingar og Hvítsíðingar sín svæði og safnið kemur svo niður á sunnudag og hefst réttin stundvíslega klukkan 7 á mánudagsmorgun,” segir Kristján. Á morgun mun hann ásamt félögum sínum smala svæðið norðan Snjófjalla. Síðan er farið um allstórt svæði sem meðal annars er hluti Holtavörðuheiðar og Hellistungur. Aðpsurður um hvort hann sé nokkuð að gefa Fjallkonungstignina eftir neitar Kristján því. “Meðan maður er hress og í þokkalegu fjöri þá held ég áfram, að minnsta kosti meðan maður verður ekki settur af,” sagði Stjáni í Bakkakoti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is