Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. september. 2008 01:09

Viðskiptaráðherra fundar með Akurnesingum í kvöld

“Markmiðið er annars vegar að kynna heildarstefnumótun okkar í neytendamálum og hins vegar að kynna það sem við erum að gera í ráðuneytinu. Við höfum hug á því að heyra hvað brennur á fólki og hvað það vill að við leggjum áherslu á,” segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra en hann sækir Skagamenn heim í kvöld. Þar verður haldinn þriðji fundurinn í fundaherferð ráðherrans um neytendamál sem hófst á Selfossi í fyrradag. Fundurinn í kvöld er í Skrúðgarðinum og hefst kl. 20. “Þessir tveir fundir hingað til hafa verið þrælfínir. Ég er með nýja gesti með mér í hvert sinn og alþingismennirnir Guðbjartur Hannesson og Jón Magnússon verða með mér á Akranesi í kvöld.”

 

Björgvin segir að unnið hafið verið að uppbyggingu öflugs ráðuneytis neytendamála innan viðskiptaráðuneytisins frá því ný ríkisstjórn tók við völdum. Einn liður í því hafi verið útgáfu skýrslu um neytendamál sem unnin var af þremur stofnunum Háskóla Íslands. Fundaherferðin nú sé liður í að fylgja því starfi eftir og leita samstarfs við fólk um land allt. “Eftir útkomu skýrslunnar lýsti ég því yfir að ég hefði áhuga á að fylgja henni eftir með fundaröð um landið. Það gefur mér tækifæri til að hlusta á fólkið og gefa því kost á að eiga milliliðalausar samræður við mig. Mér finnst það skipta sérstaklega miklu máli þegar um neytendamál er að ræða. Þau skipta alla máli, ekki síst á landsbyggðinni þar sem samkeppni er enn minni en á höfuðborgarsvæðinu.”

 

Björgvin segir að ýmislegt hafi borist í tal á þeim tveimur fundum sem liðnir eru. “Það er ljóst að margt brennur á fólki og merkilegur samhljómur hefur verið í umræðum þar sem peningamál hafa verið efst á baugi. Fólk gerir kröfur um fjármálalæsi, kennslu og fræðslu til neytenda. Einnig að lánastofnunum verði sett skilyrði um upplýsingagjöf til neytenda, til að mynda hvað varðar myntkörfulán. Svo hefur brostið á með Evrópuumræðu og sumir telja að peningamálastefnan sé jafnvel stærsta málið af öllum.”

 

Akranes er eina bæjarfélagið á Vesturlandi sem Björgvin sækir heim í þessari umferð. Hann reiknar þó með að fara til Grundarfjarðar á næstunni. “Það eru sjö fundir í þessari umferð en ég reikna með að vera búinn að halda aðra sjö þegar yfir lýkur síðar í vetur. Í síðari umferðinni kem ég aftur á Vesturland þegar ég sæki Grundfirðinga heim.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is