Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2008 02:35

Rætt um veglínur

Á síðasta fundi bæjarráðs Borgarbyggðar komu vegamál til umræðu. Í fyrsta lagi var lagt fram bréf Finnboga Leifssonar í Hítardal þar sem hann hvetur til endurskoðunar fyrri ákvörðunar um breytingu á legu þjóðvegar 54, Ólafsvíkurvegi. Finnbogi bendir á að færsla vegarins upp fyrir Borg muni lengja leiðina vestur á Snæfellsnes. Umrædd færsla vegarins er komin inn á vegaáætlun 2009-2010 og segir Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri að fyrri ákvörðun um færslu vegarins standi. Þá var á sama fundi framlagt bréf frá Vegagerðinni vegna fyrirspurnar aðalskipulagshönnuðar í Borgarbyggð um veglínu þjóðvegar 1 um héraðið.

“Vegagerðin hefur lagt mat á hvort hagstætt væri að draga upp úr pússi gamlar hugmyndir um að Þjóðvegur 1 færi upp Borgarfjarðarbraut og að Hvítá yrði brúuð við Stafholtsey. Nú hefur Vegagerðin upplýst okkur um að það sé ekki hagstæð leið og áfram verður skoðað með útfærslu veglínu meðfram strandlengjunni í Borgarnesi. Helst eru menn að velta fyrir sér hvar sá vegur tengist við núverandi þjóðveg,” segir Páll S. Brynjarsson í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is