12. september. 2008 09:22
Björgvin K Sigurðsson viðskiptaráðherra hélt opinn fund í gærkvöldi á Akranesi um neytendamál. Þar kynnti hann stefnumótun í neytendamálum, skýrslu sem unnin hefur verið og fyrirhuguð lagafrumvörp til að styrkja hin ýmsu réttlætismál sem snúa að íslenskum neytendum. Auk Björgvins fluttu framsöguerindi um neytendamál þingmennirnir Jón Magnússon (F) og Guðbjartur Hannesson (S). Nokkur fjöldi gesta mætti á fundinn sem haldinn var í Skrúðgarðinum á Akranesi.
Sagt verður nánar frá fundinum í næsta Skessuhorni.