Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2008 01:30

Netþjónabú yrði ágætlega staðsett í Borgarbyggð

Borgarbyggð kemur vel út í staðarvalsúttekt fyrir netþjónabú sem gerð var að beiðni Fjárfestingarstofu útflutningsráðs og kynnt fyrir skömmu. Úttektin náði til 11 sveitarfélaga í landinu og skorar Borgarbyggð hátt í flestum meginþáttum þessarar úttektar, að einum undanteknum sem varðar kælivatn. Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar segir að sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur hafi reyndar athugasemdir við þann þátt úttektarinnar og vilji meina að kælivatnsþátturinn sé vanmetinn. „Við erum ánægð að hafa tekið þátt í þessari úttekt og viljum gjarnan hafa möguleika á þessu sviði atvinnusköpunar,“ segir Páll.

Ljóst er að nokkur þessara 11 sveitarfélaga hafa ágæta möguleika á að taka á móti netþjónabúum. Eftir talsverðu er að slægjast þar sem netþjónabú eru mannfrek þjónusta í hátæknistörfum. Sýnt er að svæði eins og Ísafjarðarkaupstaður og Seyðisfjörður eiga takmarkaða möguleika og einnig er líklegt að ef til frekari greiningar kæmi varðandi staðarval, svo sem vegna jarðskjálftahættu, myndu möguleikar sumra svæða skerðast því þar þyrfti rammbyggilegri ver. Borgarbyggð skorar vel í úttektinni hvað varðar skipulagsmál, gagnatengingar, samgöngur og atvinnu, og þokkalega varðandi rafmagnstengingar.

 

Álitlegasta svæðið fyrir netþjónabú í Borgarbyggð er talið vera á iðnaðarsvæðinu við Vallarás. Þetta svæði er á vinstri hönd þegar ekið er úr bænum í norðurátt. Þess má geta að mikið landrými þarf fyrir netþjónabú. Til glöggvunar þá þarf svæði fyrir 19 Egilshallir fyrir lítið gagnabú og undir 30 slíkar hallir fyrir stórt gagnabú.

 

Sveitarfélögin 11 sem voru þátttakendur í verkefninu varðandi staðarvalsúttektina eru: Borgarbyggð, Ísafjarðarbær, Héraðsnefnd Austur-Húnvetninga, Sveitarfélagið Skagafjörður, Akureyrarbær, Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður, Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavíkurbær og Sandgerðisbær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is