Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2008 08:30

Plöntufjöldi ársins þriðjungur þess í fyrra

Sigvaldi Ásgeirsson.
“Allt útlit er fyrir að á vegum Vesturlandsskóga verði í ár einungis plantað þriðjungi þess plöntufjölda sem fór í jörðu í fyrra, þegar 860 þúsund plöntum var plantað,” segir Sigvaldi Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga í samtali við Skessuhorn. Hann segir ástæðu þessarar fækkunar vera þá að á undanförnum árum hafi Vesturlandsskógar í áætlunum sínum farið eftir fyrirheitum sem fólust í þingsályktunartillögu frá 2003 þar sem framtíðarsýn landshlutabundinna skógræktarverkefna var sett fram.

“Þessi áætlun hins opinbera stóðst hins vegar engan veginn og hefur framlagið rýrnað að raungildi á síðustu árum og keyrði niðurskurðurinn um þverbak á þessu ári. Við vorum því í halla frá síðustu árum og urðum að fara í verulega skerðingu í plöntukaupum á þessu ári. Þá virðist eins og Hekluskógaverkefnið á Suðurlandi taki til sín fjármuni frá öðrum landshlutabundnum skógræktarverkefnum. Það er náttúrulega ekki gott til afspurnar fyrir þingmenn NV kjördæmis að þeir láti slíkt viðgangast,” segir Sigvaldi.

 

Hann segir að nú séu 105 landeigendur með samninga um þátttöku í Vesturlandsskógum og útlit fyrir að fimm bætist við á þessu ári. Aðspurður um hvort ekki sé vafasamt að fjölga í hópi skógarbænda nú þegar framlög skerðast, segir Sigvaldi að ástæða sé til að vera bjartsýnn á breyttan hugsunarhátt ráðamanna. “Það gæti komið betri tíð með blóm í haga. Stjórnmálamenn eru að sjá að besta mótvægið til að uppfylla ákvæði Kyotosáttmálans er að efla skógrækt. Þá vita menn einnig að stór hluti peninga sem lagðir eru til skógræktar fer í að greiða vinnulaun á viðkomandi svæðum og því er um byggðamál að ræða. Ég vona því að ráðamenn fari að sjá að sér og auki á ný fjármuni til skógræktar og þá ekki endilega bara í Suðurkjördæmi,” segir Sigvaldi að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is