Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. september. 2008 01:41

Smalalegasti sauðamessugesturinn valinn

“Þarna gefst öllu mannkyni kostur á að koma og rækta tengslin við sauðinn í sjálfum sér,” segir Gísli Einarsson. Hann og Bjarki Þorsteinsson hafa ásamt Hlédísi Sveinsdóttur yfirumsjón með sauðamessu sem blásið verður til í Borgarnesi laugardaginn 4. október næstkomandi. Þetta er þriðja sauðamessan sem haldin er en hún verður í Skallagrímsgarði að þessu sinni. “Garðurinn er vannýtt afréttarland í hjarta Borgarness,” segir Gísli en í dagskránni kennir ýmissa grasa.

Meðal þeirra sem koma fram eru Björgvin Franz Gíslason, Hvanndalsbræður, sauðfjárbændur af Ströndum, ungi víkingurinn Þórður Brynjarsson (7 ára) kveður sér hljóðs og svo mætti lengi telja. “Þá verður efnt til landskeppni í sparðatíningi, að teygja lopann, leit að nál í heystakki, fjárdrætti, lærisáti, hói og köllum og ýmsu fleiru,” segir Gísli.

 

Á messunni verður einnig smalahundasýning og Eigið fé ehf. mun standa fyrir fegurðarsamkeppni þar sem smalalegasti sauðamessugesturinn verður sæmdur smalaprikinu og hlýtur að launum fósturkind. Eins og á fyrri messum verður frí kjötsúpa í boði fyrir alla sauðamessu gesti. Í sölutjöldum í Skallagrímsgarði verður boðið upp á allt frá lambakjöti til handverks og annarra afurða úr sveitinni. “Tekið skal fram að hvorki verða hoppkastalar né kandífloss á staðnum – nema það sé í sauðalitunum,” segir Gísli.

 

Sauðamessu lýkur með réttarballi í nýrri reiðhöll Skugga í útjaðri Borgarness. Gísli segir að dagskráin sé enn í mótun. “Allir sem áhuga hafa á að taka þátt með einum eða öðrum hætti eru hvattir til að hafa samband. Þeir sem áhuga hafa á að selja eða kynna sínar vörur og/eða þjónustu eru beðnir um að hafa samband við Hlédísi Sveinsdóttur í síma 892 1780. Hún hefur umsjón með sauðamarkaðnum. Einnig er hægt að fylgjast með og hafa samband í gegnum vef sauðamessu, www.saudamessa.is.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is