Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2008 09:15

„Skelfing í skammdeginu“ á Rökkurdögum

„Það er nú ekki ætlunin að hræða neinn og það verður áreiðanlega ekki þannig. Við ætlum að hafa eitthvað fyrir alla aldurshópa, yngstu krakkana líka. Það er meðal annars hugmyndin að fá starfsfólk leikskólans Sólvalla til að standa fyrir grímu- eða draugaballi,“ segir Sigurður Arnar Jónsson formaður fræðslu- og menningarmálanefndar Grundarfjarðarbæjar um menningarhátíðina Rökkurdaga sem að þessu sinni hefur yfirskriftina „skelfing í skammdeginu.“

Undirbúningur er hafinn fyrir „Rökkurdaga“ sem haldnir verða í Grundarfirði dagana 24. til 26. október. Að sögn Sigurðar hafa Rökkurdagar verið haldnir mörg undanfarin ár og er fyrst og fremst menningarhátíð. Þetta er í fyrsta skipti sem Rökkurdagar hafa sérstaka yfirskrift. „Í fyrstu stóð hátíðin yfir í tíu daga en nú er ætlunin að hafa dagskrána þéttari og í styttri tíma,“ segir Sigurður Arnar.

 

Þessa dagana er unnið að gerð dagskrár fyrir Rökkurdaga og meðal annars er farin af stað smásögusamkeppni þar sem í boði eru vegleg verðlaun. Að sögn Jónasar Guðmundssonar markaðs- og ferðamálafulltrúa Grundarfjarðarbæjar er meðal annars áformað að allt að fimm bestu smásögurnar verði lesnar á Rökkurdögum. „Það má segja að hátíðin verði með talsverðu spennuívafi hjá okkur núna, þetta verði nokkurs konar „spennuhátíð“. Dagskráin fer að taka á sig mynd svona á næstu dögum,“ segir Jónas.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is