Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2008 04:30

Skoða fyrirkomulag eignarhalds Menntaborgar

Sveitarfélagið Borgarbyggð er nú með til skoðunar hvaða form eignarhalds muni henta best til frambúðar fyrir hús Menntaskóla Borgarfjarðar. “Sem stendur er húsið í eigu Menntaborgar ehf., sérstaks félags sem er í eigu menntaskólans, sem svo aftur er í meirihlutaeigu Borgarbyggðar og Sparisjóðs Mýrasýslu. Þetta fyrirkomulag þykir þungt og telja menn rétt að einfalda það og tengja það með beinum hætti eignasjóði Borgarbyggðar. Með því móti yrði einnig auðveldara að ljúka fjármögnun byggingarinnar,” sagði Torfi Jóhannesson formaður stjórnar menntaskólans.

Menntaborg ehf. hafði samband við sveitarstjórn í júlí í sumar og óskaði viðræðna um hvernig ljúka mætti fjármögnun byggingarinnar. “Nú liggur fyrir hvað húsið mun kosta fullbúið og er ljóst að enn vantar um 160 milljónir króna upp á fjármögnun þess. Sveitarfélagið fékk í framhaldi þessa KPMG ráðgjöf til að meta hvernig aðkomu sveitarfélagsins yrði best háttað.

 

Skýrsla ráðgjafanna liggur nú fyrir. Þar er velt upp tveimur leiðum. Annars vegar að Menntaborg ehf. eigi húsið áfram eins og verið hefur. Hins vegar að Borgarbyggð taki yfir byggingu menntaskólans og færði það undir eignasafn sveitarfélagsins. Sú leið er vel fær og hugsanlega hentugri með tilliti til skattareglna. Þá gæti sveitarfélagið til dæmis fjármagnað það sem upp á vantar af byggingarkostnaði í formi endurgreiðslu virðisaukaskatts. Þetta á hins vegar allt eftir að meta. Næsta skref er að sveitarstjórn fundar með stjórn Menntaborgar ehf.,” sagði Páll S. Brynjarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is