Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2008 02:00

Sr. Elínborg sett í embætti í Stafholtsprestakalli

Sr. Elínborg í góðum félagsskap presta í prófastsdæminu.
Sr. Elínborg Sturludóttir tók við embætti sóknarprests í Stafholtsprestakalli 1. september. Hún var formlega sett í embættið af sr. Þorbirni Hlyn Árnassyni, prófasti, við fjölmenna guðsþjónustu í Stafholtskirkju síðastliðinn sunnudag. Einnig voru flestir prestar prófastdæmisins viðstaddir athöfnina ásamt fráfarandi presti sr. Brynjólfi Gíslasyni.

Sr. Elínborg segir að móttökurnar hafi verið frábærar og hún hafi skynjað mjög vel hversu velkomin hún er í samfélagið. Boðið var upp á kaffi að athöfn lokinni af miklum myndarskap og greinilegt að fólkið í sveitinni kann vel að taka á móti gestum.

„Það er mikil eftirvænting og tilhlökkun að takast á við þetta nýja verkefni. Auðvitað tekur það einhvern tíma að átta sig á hvernig landið liggur og skapa sér rútínu, fyrst og fremst í helgihaldinu. Ég kvíði því ekki ef kirkjusókn verður eins góð og hún var við innsetningarathöfnina,“ segir Sr. Elínborg. Hún bætir við að hennar fyrsta verk sem staðarhaldari í Stafholti verði að fara í göngur í landi Stafholts á svokölluðum Bjarnadalsafrétti. Aðspurð hvort hún sé vön að fara í göngur svarar hún því til að svo sé. „Ég held að ég hafi verið fimm ára þegar ég fór fyrst í göngur með afa. Þá var ég reyndar einungis í fyrirstöðu og send af stað með súkkulaði og rúsínur í poka. Síðan hef ég oft farið í göngur og ég hlakka mikið til. Það verður yndislegt að fá að kynnast öllu þessu góða fólki sem býr í Borgarfirðinum,“ segir sr. Elínborg Sturludóttir, nýr sóknarprestur í Stafholtsprestakalli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is