Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2008 10:00

Stærsta umhverfisverkefni á Vesturlandi hafið

Framkvæmdir eru hafnar við fráveitur í Borgarbyggð og væntanlega munu þær einnig hefjast á Akranesi áður en langt um líður, samkvæmt Eiríki Hjálmarssyni fréttafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur. Bygging lífrænnar hreinsistöðvar er hafin á Bifröst og jarðvegsframkvæmdir í Reykholti og Varmalandi. Í þessum byggðakjörnum auk Hvanneyrar verða byggðar lífrænar hreinsistöðvar við enda stofnæða fráveitulagna. Í vetur verður Borgarbraut í Borgarnesi sundurgrafin vegna vinnu við slíkar stofnæðar auk þess sem meginlögn vatnsveitu verður endurnýjuð. Starfsmenn Ístaks eru þessa dagana að koma sér upp bækistöð í Brákarey vegna þessara framkvæmda. Þá er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á Akranesi í vetur.

Verkefnið er langstærsta umhverfisverkefni á Vesturlandi til þessa. Það var boðið út fyrr á árinu og nær til fráveitukerfis og hreinsistöðva í Borgarnesi, Akranesi og á Kjalarnesi. Ístak var með lægsta tilboð í verkefnið, bæði í sjólagnir og mannvirkjagerð á landi. Auk safnlagna frá veitukerfum þéttbýlis verða byggðar dælu- og hreinsistöðvar á Akranesi og í Borgarnesi. Borgarverk í Borgarnesi annast allar framkvæmdir við lífrænu hreinsistöðvarnar í fyrrgreindum byggðakjörnum í dreifbýli.

 

Samkvæmt útboði er gert ráð fyrir að meginþungi þessa framkvæmda verði næsta sumar, það er 2009, en þeim á að verða lokið í ársbyrjun 2010. Lífrænu stöðvarnar verða hins vegar tilbúnar um mitt næsta ár.

 

Eiríkur Hjálmarsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur segir að framkvæmdin kosti um þrjá milljarða króna með öllum búnaði á svæði Borgarbyggðar og Akraness. Framkvæmdirnar eru kostaðar af Orkuveitunni og þurfa bæjarsjóðirnir ekki að greiða umfram gildandi ársframlag sem tilgreint er í samningi við OR.

Þess má geta að yfirborð jarðvegs við safnlagnir fráveitukerfisins á Akranesi verður nýtt sem undirlag fyrir umfangsmikla stígagerð sem er á plönunum í útjaðri Akranesbæjar, enda verður þá búið að framkvæma jarðvegsskipti þar sem lögnum verður fyrir komið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is