Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2008 03:00

Sveinn verður meðeigandi í Knapanum

Hjónin Gunnfríður Harðardóttir og Erlendur Sigurðsson sem rekið hafa hestavöruverslunina Knapann í Borgarnesi um nokkurra ára skeið hafa nú selt Sveini Harðarsyni helmingshlut í fyrirtækinu. “Mér hefur litist sérlega vel á það sem þau hafa verið að gera og þegar þau buðu mér að koma inn í þetta með sér ákvað ég að slá til, enda er ég fluttur í Borgarnes og ætla að vera hér,” segir Sveinn í samtali við Skessuhorn. Sveinn er í sambúð með Ásu Hlín Svavarsdóttur leikkonu. Hann hefur áður búið í Borgarfirði og á ættir sínar að rekja þangað. Áhugamál hans eru meðal annars hestamennska og segir hann gott að geta tengt það vinnunni. “Þau Guffý og Elli hafa byggt upp góða verslun og hróður hennar hefur borist víða. Til marks um velgengnina má benda á að engin önnur sérverslun með hestavörur er frá Reykjavík og allt norður um til Sauðárkróks.”

 

Gunnfríður segir að forsenda fyrir því að hægt sé að reka verslun sem þessa sé eigin innflutningur og mikil velvild birgja erlendis. Framlegð af endursölu vöru sem eingöngu væri keypt af öðrum innflutningsaðilum eða verslunum stæði ekki undir rektrinum. “Þessi innflutningur kostar hins vegar heilmikla vinnu og því er nánast útilokað fyrir einn aðila að standa í rekstri sem þessum. Það var því fengur fyrir okkur hjónin að fá Svein inn í þetta með okkur. Hann er léttur og skemmtilegur og hefur ágæta þekkingu á hestavörum og þörfum hestamanna,” segir Gunnfríður.

 

Auk viðskiptavina úr héraðinu er mikið um að hestamenn geri sér sérstaka ferð í Borgarnes þar sem vöruverð og úrval í Knapanum hefur spurst út. “Við njótum einnig góðs af nálægðinni við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og þeirrar miklu reiðkennslu sem þar er. Þá er mikið um hestaferðir hér í héraðinu og hestamennska er vaxandi sport um allt land. Við höfum haft ágætan stíganda í versluninni frá því við opnuðum í Hyrnutorgi og í raun er þetta fullt starf fyrir tvo til þrjá, tíu mánuði ársins. Það er einna helst sem haustið er rólegur tími,” segir Guffý og Sveinn bætir því við að hann muni leita sér annarra verkefna ef þarf. “Ég er múrari og mun grípa í slík verkefni þann tíma sem rólegt er í búðinni,” segir Sveinn að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is