Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2008 11:05

Fyrstu háskólatónleikar haustsins á Bifröst

Íris Kramer og Hrólfur Vagnsson.
Nú á miðvikudag, þann 17. september, verða fyrstu mánaðarlegu háskólatónleikar nýbyrjaðs skólaárs haldnir í Háskólanum á Bifröst. Þar koma fram trompetleikarinn Íris Kramer og harmonikkuleikarinn Hrólfur Vagnsson. Efnisskrána kalla þau “Litróf” og samanstendur hún af lögum og verkum eftir tónskáldin Piazzolla, Gillespie, Chick Corea og Rossini auk eigin laga og spuna þeirra Írisar og Hrólfs.

Tónleikarnir verða á Kaffi Bifröst og hefjast klukkan 17.00. Þeir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að taka börn sín með á tónleikana.

Íris Kramer, trompet-flygilhornleikari, lærði við háskólann í Hamborg. Hún stofnaði meðal annars hljómsveitirnar "Reichlich weiblich", Jazzquintettinn "So what?" og Blue Brasil. Frá 1987 til 1991 kenndi Íris við tónlistarskólann í Hamborg og stjórnaði á þessum tíma tveimur stórsveitum í Hamborg og Bielefeld. Á árunum 1991 til 2000 var Íris meðlimur í hljómsveitum Thalia Theater og Schmidts Tivoli í Hamborg.

 

Hrólfur Vagnsson lærði harmonikkuleik í Bolungarvík, Reykjavík og í Hannover hjá Ólafi Kristjánssyni, Emil Adólfssyni og hjá Elsbeth Moser. Eftir námið kenndi Hrólfur í þrjú ár í Osnabruck og Neustadt. Samhliða náminu lék Hrólfur fjölda tónleika og heimsótti m.a. Ísland með tónlistarmönnum eins og Elsbeth Moser, Christoph Marks, Alexander Stein, Ursula Smid, Þórarni Stefánssyni og Hiroto Yashima. Með Hiroto fór hann m.a. tvær tónleikaferðir til Japan og með Flavin Ensemble í tónleikaferð til Kína. Árið 1989 stofnaði hann hljóðverið "Tonstudio Vagnsson" í Hannover. Siðan þá hefur hann stjórnað upptökum á um það bil 1000 diskum með klassískri tónlist og jazztónlist.

 

(Fréttatilkynning)

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is