Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. september. 2008 09:00

Endurfundir Upplyftingar á Bifröst

„Við verðum með tónleika til að byrja með, þar verða flutt 10-15 lög sem komu út á plötum hljómsveitarinnar, svo sem Traustur vinur, Kveðjustund og Endurfundir, en einnig munum við frumflytja ný lög sem hljómsveitin hefur verið að útsetja og æfa upp á síðkastið,“ segir Magnús Stefánsson meðlimur í hljómsveitinni Upplyftingu en sveitin mun koma saman í fyrsta skipti í áraraðir í kvöld í tilefni af Hollvinadegi Bifrastar sem er í dag. Að loknu golfmóti og frumsýningu kvikmyndar Gísla Einarssonar fréttamanns um líf og störf á Bifröst, mun þessi Bifrastarsveit halda tónleika og ball í gamla Hátíðarsal skólans. Hljómsveitin hefur verið að æfa stíft í sumar og það er mikil  tilhlökkun í gangi vegna endurfundanna.

 

Það eru fimm sem munu skipa hljómsveitina að þessu sinni. Fyrrnefndur Magnús Stefánsson, Sigurður Dagbjartsson, Ingimar Jónsson, Kristján Óskarsson og Kristján B. Snorrason. Þessi hópur hefur ekki spilað saman sem heild síðan plötur hljómsveitarinnar voru gefnar út í kringum 1980 en hópurinn skipaði ásamt Hauki Ingibergssyni, Birgi Sævari Jóhannssyni, Lárentstínusi Kristjánssyni og fleirum, skólahljómsveitina á Bifröst á árunum 1978-1981 og stóðu þeir jafnframt á bak við fyrstu plötur hljómsveitarinnar sem komu út á svipuðum tíma.

 

Meðal laganna sem hljómsveitin mun leika í dag er nýja Bifrastarlagið eftir Jóhann G. Jóhannsson við texta Jónasar Friðriks, í nýrri útsetningu höfundar og hljómsveitarinnar. Samstarf hljómsveitarinnar og Jóhanns G. er ekki alveg nýtt af nálinni að sögn Magnúsar. „Þegar við fórum af stað sem skólahljómsveit á sínum tíma og tókum upp plötuna Kveðjustund, þá var Jóhann G. Jóhannsson upptökustjóri og vann með okkur að þeirri plötu. Sú plata kom út sama dag og Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti og nú erum við aftur komnir í samstarf við Jóhann G. og erum að gæla við að taka upp plötu í kjölfarið.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is