Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. september. 2008 02:37

Bændasamtökin leggjast ekki gegn matvælafrumvarpinu

- En gera athugasemdir við nokkur efnisatriði þess

 

 Bændasamtök Íslands skiluðu í gærmorgun inn áliti sínu um fyrirhugað matvælafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  Þar leggjast samtökin ekki gegn samþykkt frumvarpsins en gera hinsvegar alvarlegar athugasemdir við nokkur atriði sem í frumvarpsdrögunum kom fram. Kemur þessi afstaða samtakanna á óvart því flestir hafa spáð því að bændur legðust gegn frumvarpinu í heild sinni. “Við leggjum til fjölmargar breytingartillögur og viðbætur við frumvarpsdrögin en leggjumst ekki gegn þeim í heild sinni enda er það ekki hlutverk Bændasamtaka Íslands að setja sig á móti lagfæringum og bótum á lagaumhverfi landbúnaðarmála. Helstu atriðin sem við setjum okkur gegn snúa að leyfisveitingum og eftirlitsgjöldin,” segir Haraldur Benediktsson, formaður BÍ í samtali við Skessuhorn. Hann segir að Bændasamtökin hafi fengið lagastofnun Háskóla Íslands til að vinna álitsgerð um frumvarpið sem verið hafi í vinnslu í sumar.

“Stofnunin færir í álitsgerð sinni rök fyrir því að þessi afstaða sem tekin hefur verið sé byggð á traustum forsendum. Álitsgerðin tekur undir áhyggjur sem Bændasamtökin settu fram strax í vor svo sem varðandi eftirlitsgjöld og á einum stað í álitsgerðinni segir að verði frumvarpið samþykkt óbreytt sem lög rýri það samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar umfram önnur lönd í okkar nágrenni,” segir Haraldur.

 

Takmörkun á innflutningi hrákjöts

Hann segir að meðal athugasemda BÍ við frumvarpsdrögin sé lögð þung áhersla á að 13. grein EES samningsins gefur stjórnvöldum færi á að takmarka mjög innflutning á hráu og ósóðnu kjöti. “Þessi grein er í raun öryggisventill fyrir þjóð til að stöðva innflutning hrávöru sem hún telur ekki örugga og gæti þannig stofnað heilbrigði manna og dýra í hættu. Þar má nefna að við höfum byggt upp í landinu einstætt kerfi í eftirliti með kamfýlóbakter í kjúklingum sem hlotið hefur athygli annarra þjóða auk almenns góðs ástands í hreilbrigði búfjárstofna. Þá er nauðsynlegt að reisa þær varnir sem EES samningurinn heimilar þrátt fyrir löggjöf sambandsins um matvælaframleiðslu.”

Haraldur segir það afdráttarlausa afstöðu Bændasamtakanna að ekki verði heimilaður frekari innflutningur á hráu og ófrostnu kjóti og nauðsynlegt sé í því sambandi að sækja þær viðbótartryggingar sem þjóð getur sótt til að verja sína stöðu. Í annan stað segir hann að þó að Bændasamtökin hafi sett sig á móti innflutningi á hráu kjöti með umsögn sinni, þá sé það að sjálfsögðu einnig gert á samkeppnislegum forsendum og með skírskotun í stöðuna á smásölumarkaði hér innanlands.

 

Heilbrigðisnefndir felldar niður

Umsögn Bændasamtakanna fylgja einnig ábendingar um hagrænar mótvægisaðgerðir sem þau leggja áherslu á að verði skoðaðar og framkvæmdar. “Má þar nefna samskipti kjötvinnslu og smásöluaðila, staða búvörulaga gagnvart samkeppnislögum og ýmiss önnur ákvæði sem gætu bætt samkeppnisstöðu landbúnaðarins við þessar breytingar. Þá er stór afstaða fólgin í því að við leggjum til að heilbrigðisnefndir sveitarfélaga verði lagðar niður og hlutverk þeirra fært undir Matvælastofnun til að einfalda og gera skilvirkarar heilbrigðiseftirlit í landinu.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is