Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2008 02:08

Skallagrímur hafnaði í 4. sæti

Skallagrímur og KV léku um 3. sætið í þriðju deildinni í knattspyrnu á föstudag. Óhætt er að segja að það lánleysi sem fylgt hefur liðinu í undanförnum leikjum hafi haldið áfram. KV skoraði fyrsta markið í sínu fyrsta færi. Sveinbjörn Hlöðversson jafnaði leikinn skömmu síðar með skalla af stuttu færi. Eftir einbeitingarleysi í varnarleik Skallagríms skoraði KV annað mark sitt. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks náði Sölvi Gylfason að jafna með góðum skalla eftir hornspyrnu.

Skallagrímur lék undan sterkum vindi í seinni hálfleik. Skallagrímsmenn sóttu og sóttu en náðu ekki að koma boltanum í mark. KV náði hins vegar að skora þegar leikmenn Skallagríms sváfu enn og aftur á verðinum. Þetta var eina færi KV manna í seinni hálfleik sem dugði þeim til sigurs. Niðurstaðan var því 3-2 tap í síðasta leik tímabilsins.

Í tilkynningu frá stjórn og leikmönnum Skallagríms á heimasíðu liðsins er áhorfendum þakkað fyrir stuðninginn í sumar. “Undanfarin ár hefur mátt telja áhorfendur á leikjum meistaraflokks á fingrum annarrar handar. Leikmenn hafa fórnað miklum tíma og lagt stund á margar æfingar við erfiðar aðstæður á undirbúningstímabilum undanfarin ár. Það hefur oft verið súrt í upphafi leikja að hlaupa inn á glæsilegan heimavöll Skallagríms fyrir framan nánast tóma áhorfendastúku. Annað hefur verið upp á teningnum í sumar þar sem fleiri áhorfendur hafa mætt á leiki og stutt dyggilega við bakið á leikmönnum. Þetta hafa leikmenn kunnað vel að meta sem hafa lagt harðar að sér á æfingum og leikjum sem skilaði þeim árangri að liðið var hársbreidd frá því að ná sæti í 2. deild.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is