Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. september. 2008 03:00

Allt að komast á fullt við byggingu vatnspökkunarverksmiðju í Rifi

Framkvæmdir eru nýhafnar við byggingu undirstöðumannvirkja.
„Þetta er allt á beinu brautinni hjá okkur og lítur vel út með framhaldið. Framkvæmdir eru hafnar við sökklana, framleiðsla límtrés í grindina á húsinu er byrjuð og við erum að gæla við að hefjast handa við að reisa húsið í nóvembermánuði,“ segir Guðjón Engilbertsson tengiliður Ottó Spock eigenda Icelandic Glacier Products sem er að reisa vatnsátöppunarverksmiðju í Rifi.

Framkvæmdir við byggingu undirstöðumannvirkja fyrir verksmiðjuhúsið hófust á dögunum. Áætlanir um uppbyggingu verksmiðjunnar hafa sem kunnugt er dregist. Samkvæmt upphaflegum drögum átti hún að vera komin í notkun núna og á tímabili var óttast að ekkert yrði úr byggingu verksmiðjunnar. Nú virðist ljóst að vatnsátöppunin í Rifi verði að veruleika og við það skapist fjöldi nýrra starfa fyrir íbúa Snæfellsbæjar og nágrennis.

 

Að sögn Guðjóns Engilbertssonar er ljóst að verksmiðjan muni ekki taka til starfa fyrr en í fyrsta lagi eftir rúmt ár. „Það er verið að gæla við einhvern tímann þarnæsta vetur. Enn er ekki búið að ákveða með umbúðir nema að það verði flöskur. Þannig að það er eitthvað í að við munum panta vélar, en afgreiðslufrestur á vélbúnaði er níu mánuðir.“

 

Guðjón segir að búið sé að ganga frá fjármögnun fyrir uppbyggingu verksmiðjunnar, en þess má geta að Ottó Spock eigandi verksmiðjunnar er fluttur til Íslands og hefur hann sett sig niður í Mosfellsbæ. Eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni er gert ráð fyrir á fjórða tug starfsmanna við væntanlega átöppunarverksmiðju.

 

Verksmiðjuhúsið verður engin smásmíði, 75 metrar á breidd og 135 metrar að lengd og ljóst að nóg verður að gera hjá Gústav Ívarssyni byggingameistara á Grundarfirði og hans mönnum við að byggja grunninn í fram í nóvember þegar efni í húsið sjálft kemur til landsins. Gert er ráð fyrir að búið verði að reisa það næsta vor. Um þessar mundir eru einnig að hefjast framkvæmdir við lagnir úr lindunum fyrir ofan Rif þaðan sem þetta góða vatn kemur, sem meira að segja Kanadamenn, með allan sinn vatnsbúskap, féllu fyrir. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is