Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2008 08:31

Eitt fullkomnasta verkstæði landsins

Kennarar trésmíðadeildar ásamt byggingarnefnd.
“Þetta er náttúrulega algjör bylting fyrir okkur. Hér erum við komnir með verkstæði í fremstu röð á landinu. Þá er sama hvort samanburðurinn er við aðra skóla eða fyrirtæki í atvinnulífinu,” segir Sigurgeir Sveinsson deildarstjóri í bygginga- og mannvirkjagreinum hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, en síðastliðinn föstudag var nýtt verknámshús trésmíðadeildar skólans tekið formlega í notkun.

Nýja verkstæðið er búið fullkomnum tækjum og uppfyllir allar kröfur um öryggisbúnað. “Hér eru tólf nýjar vélar. Við tókum einungis þrjár með okkur frá gamla verkstæðinu sem hafa verið lagfærðar og endurnýjaðar. Allur tækjabúnaður sogkerfanna er sömuleiðis nýr og hannaður sérstaklega fyrir húsnæðið. Við erum að hugsa fram í tímann líka og kerfið á að þola það þótt vélum verði bætt við í framtíðinni.”

 

Þess má geta að gert var alútboð á uppsetningu og hönnun búnaðar og tækja á verkstæðinu. Röggi ehf. var þar lægstbjóðandi. “Hlutur Rögnvaldar Arnars Hrólfssonar er mjög stór í þessu. Eins langar mig að nefna samstarfsmenn mína og stjórnendur skólans sem ég er afar þakklátur fyrir að hafa staðið í þessu með mér,” segir Sigurgeir.

 

Fyrrum húsnæði trésmíðadeildarinnar var ekki staðsett á skólalóðinni. Sigurgeir segist reikna með því að ný staðsetning verði meðal annars til þess að fleiri sæki í námið. “Þessi hlaup niður á Vesturgötu fældu nemendur frá enda ekki aðlaðandi að þurfa sífellt að flakka á milli í allskonar veðrum. Byltingin felst þó fyrst og fremst í húsnæði sem er glæsilegt í alla staði. En það er ekki nóg að vera með flott hús og góðan vélakost, starfsmennirnir þurfa að standa sig.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is