Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. september. 2008 10:50

James Bond af snæfellskum rótum

Ferðakaupstefnan Vest Norden stendur nú yfir í Reykjavík. Þar kynna 560 ferðaþjónustufyrirtæki í Færeyjum, Grænlandi og Íslandi starfsemi sína auk ráðstefnuhalds og ýmissa uppákoma sem fylgja kaupstefnum af þessu tagi. Átta fyrirtæki af Vesturlandi eru þátttakendur að þessu sinni. Það eru Hótel Glymur, Framnes, Hamar og Búðir auk Sæferða, Landnámssetursins, Fossatúns og Vesturlandsstofu sem nýlega var stofnuð til að taka yfir markaðsmál og stefnumótun ferðaþjónustunnar á Vesturlandi. “Ferðakaupstefnan er óvenjulega fjölmenn núna og sýnir sig að betri aðstaða er til að halda hana hér á Íslandi en í hinum samstarfslöndunum. Meðal nýjunga nú er að landshlutarnir halda svæðakynningar og skapar það stemningu og byggir upp metnað hvers landshluta að standa vel að sínu,” sagði Unnur Halldórsdóttir formaður Ferðamálasamtaka Vesurlands í samtali við Skessuhorn.

Hún segir að mikið af nýjum kaupendum hafi skráð sig, m.a. frá löndum eins og Póllandi og Rússlandi.

 

Ingi Hans fer á flug

Unnur segir að kynning á Vesturlandi á kaupstefnunni muni meðal annars felast í því að færð verði fyrir því rök að James Bond hafi verið Snæfellingur.  Það sé mikilvægt að vera með kynningu sem skeri sig úr fjöldanum. “Það er Ingi Hans Jónsson í Grundarfirði sem kannað hefur bakgrunn Bond og segist hafa rannsakað forfeður skáldsins sem fluttust frá Grundarfirði til Kanada um 1880 en það má ekki segja of mikið, enda best að Ingi Hans útskýri þetta sjálfur fyrir lesendum Skessuhorns. Við munum semsagt halda kynninguna “Did you know that James Bond is from West Iceland? Í kynningu á Vesturlandi munum við leggja áherslu á svokallað “Slow travel,” þ.e. að í stað þess að þeytast hringinn í kringum landið á sex dögum sé hægt að gera rólegt og viðburðaríkt ferðalag hér á Vesturlandi sem allt er þó innan við tveggja tíma ferð frá höfuðborgarsvæðinu.

 

Gott sumar en óvissa með sætaframboð

Unnur segir að líðandi sumar hafi verið gott í ferðaþjónustu á Vesturlandi. “Ég held að flestir ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi hafi verið að uppgötva gott sumar og haustið hefur verið mun drýgra en undanfarin ár.  Það eru hinsvegar teikn á lofti fyrir næsta vetur og sumar en helsta óvissan felst í samdrætti í sætaframboði flugfélaganna sem hingað fljúga. Við vonum hinsvegar hið besta og leggjum okkar af mörkum til að markaðssetja Vesturland og þá óþrjótandi möguleika sem ferðamaðurinn hefur til að kynnast landi og þjóð með heimsókn til okkar,” sagði Unnur að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is