Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. september. 2008 04:00

Tugir kinda drukkna í flóðum í Dölum

Sjá má dauðar kindur ef rýnt er í myndina

Útlit er fyrir að nokkrir tugir kinda hafi drukknað í Miðá í Dölum í nótt í gríðarlegum vatnavöxtum sem þar urðu í kjölfar úrhellisrigningar. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er talið a.m.k. 30 kindur hafi drukknað á bænum Harrastöðum II í Miðdölum þegar Miðá flæddi yfir bakka sína og yfir tún þar sem féð var geymt. Einnig er talið að kindur hafi drukknað á bænum Blönduhlíð þegar Hörðudalsá flæddi yfir bakka sína. Ekki náðist í bændur á Harrastöðum II við vinnslu fréttarinnar til að fá staðfestar tölur um fjölda dauðra kinda, en á meðfylgjandi mynd sem Björn A Einarsson fréttaritari Skessuhorns í Búðardal tók í morgun má greina á annan tug kinda sem lent hafa í sjálfheldu við girðingu og drukknað.

Gríðarmikið vatn var í Miðá í morgun.
Skessuhornsvefurinn greinir nánar frá þessu eftir því sem fregnir berast úr Dölum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is