Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2008 09:16

Ástin í Biblíunni

Hanna Þóra
“Tónleikarnir nefnast Ástin í Biblíunni. Nafnið er komið til af því að þeir hefjast á ljóðaflokki eftir Pál Ísólfsson sem nefnist Söngvar úr ljóðalóðum. Textinn er fenginn úr biblíunni og lýsir hann kærleikanum á milli manns og konu,” segir Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran en hún mun halda tónleika ásamt píanóleikaranum Antoníu Hevesi þann 24. og 28. september næstkomandi. Fyrri tónleikarnir eru í Stykkishólmskrikju kl. 20 en þeir síðari í Tónbergi á Akranesi kl. 15. “Fyrir hlé mun ég eingöngu flytja ljóð eftir Pál. Eftir hlé munu svo verða fluttar aríur, dúettar og tríó. En tónlistin er eftir Puccini, Dvorák, Delibes, Mozart og Rossini. Þar mun ég fá til liðs við mig Sólveigu Samúelsdóttur mezzósópran og Jón Svavar Jósefsson barítón.

Það er gaman að segja frá því að öll tónlistin fjallar á einhvern hátt um ástina. Því má með sanni segja að ástin spili stóran þátt í tónleikunum,” segir Hanna Þóra. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.500 krónur, en ekki er tekið við greiðslukortum.

 

 Sjá nánari umfjöllun um tónleikana í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is