Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2008 08:16

Fernir tvíburakálfar á Furubrekku

“Nokkrar af þessum kúm eru skyldar. Þær hafa þetta greinilega að einhverju leyti í genunum,” segir Sigurjón Grétarsson bóndi á Furubrekku í Staðarsveit. Á bænum eru um það bil 30 kýr en fjórar þeirra hafa átt tvíbura síðan á áramótum. Slíkt er afar óalgengt, en kálfarnir átta lifðu allir. “Ég man ekki eftir því að tíðnin hafi verið svona há hér áður. En það er gaman að þessu, sérstaklega af því að allt gekk vel. Þó eru gallar við svona tvíburafæðingar. Kálfarnir ganga ansi nærri kúnum.”

Þegar Sigurjón er inntur eftir því hvort þakka megi þennan árangur fóðri, atlæti, tíðarfari eða öðru segist hann alfarið kenna genum kúnna og sæðingamanninum um. “Sæðingamaðurinn hefur mikið á samviskunni. Ég saka hann um að dreifa þessu of mikið,” segir Sigurjón og hlær. Hann segir að kálfarnir séu hvorki minni né lélegri en gengur og gerist. Einnig að kynjahlutföllin í hópnum hafi verið jöfn. “Hér ræður jafnréttið ríkjum.”

Jón Viðar Jónmundsson nautgriparæktarráðunautur hjá Bændasamtökunum segir að svo margar tvíburafæðingar séu afar fátíðar hjá kúm miðað við eðlilegar aðstæður. “Tvíburafæðingar eru alla jafna aðeins 1,4-1,6% af burðum hjá kúnum. Það þýðir að á 30 kúa búi ætti þetta ekki að vera meira en ein kýr annað hvert ár. Ef við færum út í útreikninga á líkindum mætti segja að þau væru nánast engin.”

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í gær.

 

Á myndinni er Sigurjón bóndi með nokkra af kálfunum átta. Nautgriparáðunautur Bændasamtakanna segir líkurnar á svo mörgum tvíburafæðingum nánast engar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is