Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2008 10:18

Ný og glæsileg gáma- og endurvinnslustöð í Snæfellsbæ

Gámaþjónusta Vesturlands opnaði formlega nýja og glæsilega gáma- og endurvinnslustöð við Ennisbraut í Ólafsvík síðastliðinn laugardag. Húsnæðið er rúmgott og góð aðstaða til flokkunar þar sem fólk getur ekið með sín úrgangsefni inn um annan enda hússins og síðan út hinum megin eftir að hafa losað. Utandyra er fallega frágengið svæði fyrir gáma. Hannes Örn Ólafsson rekstrarstjóri hjá Gámaþjónustu Vesturlands segir að eins og framkvæmdin beri með sér sé til lengri tíma horft með bjartsýni til starfseminnar í Snæfellsbæ. Kostnaður við nýju stöðina, sem hleypur á tugum milljóna, fór nokkuð fram úr áætlunum enda engu til sparað.

„Snæfellingar eru komnir langt í flokkunarmálum, eru mjög vistvænir og hugsa á grænum nótum, sama hvort það er í Staðarsveit eða hringinn í kringum Snæfellsnes. Endurvinnslutunnan er til staðar víða,“ segir Hannes Örn.

Efnt var til hugmyndasamkeppni um nafn á nýju stöðinni og var tillögu Kristínar Jónu Guðjónsdóttur starfsmanns Snæfellsbæjar tekið. Kristín Jóna stakk upp á nafninu Enni, en svo hét einmitt fiskverkun sem fyrir var í húsinu sem Gámaþjónustan keypti undir stöðina fyrir ári. Byrjað var á breytingum fyrir nýja starfsemi um síðustu áramót.

 

Við opnunina kom fram í máli Elíasar Ólafssonar framkvæmdastjóra Gámaþjónustunnar að samningur við Snæfellsbæ um aðgang bæjarbúa að stöðinni kæmi til með að styrkja starfsemina mikið. Sagði Elías samninginn einsdæmi og sýna bæði frumkvæði stjórnenda Snæfellsbæjar og metnað þeirra að ná markmiðum í umhverfismálum með nýjum hætti.

Meðal gesta við opnun Ennis var Einar Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Verkefnisstjóri Gámaþjónustu Vesturlands í Snæfellsbæ verður Heimir Pétursson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is