Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2008 07:40

Fjórréttað á fjöllum

Katrín og Ingimundur
Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að í stað þess að leitarmenn taki með sér nesti í göngur, sem oft fer dagversnandi eftir því sem dögum á fjöllum fjölgar, séu eldabuskur sendar með í för. Ef til vill á þetta þátt í að eftirspurn eftir þátttöku í leitum fer síst minnkandi þó búum fækki. Ekki fer sérstökum sögum af hvernig viðurgjörningi er fyrir komið eða hvað borið er á borð fyrir svanga og þreytta leitarmenn við slík tækifæri enda aðstæður misjafnar. Matráðar keppast þó við að gera sem best við leitarmenn. Þannig var til dæmis bryddað upp á þeirri nýjung að setja niður kartöflur í júní síðastliðnum við leitarmannaskálann við Úlfsvatn þannig að leitarmenn fengju nýjar kartöflur með saltkjötinu í Heiðarleit. Matráðar í þeirri leit voru hjónin Embla og Jón í Björk. Tæplega hafa kartöflur í seinni tíð verið ræktaðar í 450 metra hæð yfir sjávarmáli hér á landi með árangri. Hins vegar er annað dæmi frá síðustu viku með þeim hætti að ýmislegt bendir til að þar hafi verið slegið met í fjölda rétta og “flottheitum,” sem standa mun um langa hríð.

Á fimmtudagskvöld var slegið upp veislu í leit í Álftakróksskála þar sem boðið var upp á fjórréttað veisluhlaðborð þannig að dýrustu veitingastaðir í París hefðu jafnvel bliknað í samanburði.

Ástæða þessarar veislu var sú að Ingimundur Jónsson, bóndi í Deildartungu og einn leitarmanna varð þrítugur á fjöllum. Var hann ásamt öðrum bændum í Fljótsdragaleit en þeir gista í Álftakróksskála á Arnarvatnsheiði. Hafði hann beðið Katrínu Eiðsdóttur, matráð í leitinni, að grilla lambalæri í tilefni dagsins sem hann færði henni áður en lagt var á fjöll. Þegar í skála kom um kvöldið beið leitarmanna hins vegar fjórréttaður hátíðarmatseðill sem í stuttu máli var þannig: Í forrétt var úrval osta frá MS ásamt þrúgum, kexi og fínasta rauðvíni. Því næst tók við humarsúpa með hvítvíni og snittubrauði. Í aðalrétt var grillað lambalæri með öllu tilheyrandi og í eftirrétt var veisluterta af fínustu gerð. Að öllu þessu loknu var krásunum skolað niður með heitu kakói ásamt rommi eða koníaki fyrir þá sem ekki stóðu þá þegar á blístri.

 

“Hún Kata er alveg ótrúleg. Ég bað hana að elda læri svona til að halda upp á daginn, en þessum ósköpum hafði hvorki ég né aðrir búist við. Við hefðum örugglega ekki fengið betri mat á Hótel Holti þó við hefðum grátbeðið um það,” sagði afmælisbarnið Ingimundur, sem sagði að menn væru þegar farnir að panta að fá að vera með þegar hann fagnaði fertugsafmæli sínu eftir tíu ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is