Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. september. 2008 11:05

Sætta sig ekki við skerta þjónustu Íslandspósts

Hreppsnefnd Helgafellssveitar hefur sent samgönguráðuneytinu bréf þar sem skertri þjónustu Íslandspósts í dreifbýlinu er harðlega mótmælt. Sú skerðing felst í færslu póstkassa á heimreiðar langt frá bæjum þar sem ekki er hægt að tryggja afdrif þess pósts sem fólk á von á. Þá er boðaðri fækkun dreifingardaga póstsins mótmælt. Íbúar Helgafellssveitar munu ekki sætta sig við þessa skerðingu og munu leita allra leiða til að ríkisrekið einokunarfyrirtæki eins og Íslandspóstur nýðist á íbúum dreifbýlisins, eins og oddviti sveitarfélagsins orðar það.

“Við viljum mótmæla þeirri skerðingu sem hefur orðið á þjónustu Íslandspósts, sú skerðing hefur nú þegar orðið á nokkrum bæjum í sveitarfélaginu og er væntanleg á öðrum,” segir í bréfi hreppsnefndar til Kristjáns L Möllers, samgönguráðherra.

Hreppsnefnd bendir á að póstkössum hafi verið komið fyrir á bæjarskiltum við þjóðvegina og hver og einn sem á leið framhjá getur stolist í póstinn. “Með póstinum berast oft mikilvæg gögn svo sem bankort ásamt pin númerum og einnig önnur kort sem eru notuð sem greiðslumiðill fyrir t.d. olíu. “Það eru dæmi um að kort af þessu tagi hafi lent á röngum bæjum en sem betur fer var þeim komið til skila,” sagði Benendikt Benediktsson, oddviti í samtali við Skessuhorn. Hann spyr hver vilji taka ábyrgð á því ef þessum mikilvægu gögnum er stolið og þau misnotuð af óprúttnum aðilum. Þá segir hann að pósturinn berist á afar misjöfnum tíma dagsins, póstkassar einhversstaðar við þjóðveginn sjáist ekki frá bæjum og því sé ómögulegt fyrir íbúana að vita hvenær búið sé að koma með póstinn. Heimreiðar í sveitarfélaginu séu allt að 3,5 kílómetrar að lengt og því segir Benedikt það óþolandi hvernig Íslandspóstur ætli sér með öllum leiðum að skerða þjónustu við dreifbýlið.

Sjálfur segist Benedikt hafa vísað í burtu starfsmanni Íslandspósts sem hugðist setja upp póstkassa á miðri heimreiðinni heim að Saurum þar sem hann býr. “Sá hinn sami svaraði mér þá því að ef ég vildi ekki kassann á þessum stað, þá yrði ég að sækja hann til Stykkishólms. Við höfum, líkt og íbúar í þéttbýli, fengið póstinn okkar heim að dyrum og teljum eðlilegt að svo verði áfram. Við erum þegnar þessa lands eins og aðrir og Íslandspóstur er ríkisfyrirtæki sem á ekki að mismuna fólki eftir búsetur,” sagði Benedikt.

 

Í bréfi hreppsendar til ráðherra segir að lokum: “Einnig viljum við mótmæla þeim áformum Íslandspósts að fækka póstburðardögum úr fimm dögum í þrjá. Okkur finnst að þessi skerðing á þjónustu við íbúa dreifbýlis sé ekki til þess fallinn að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins.”

 

Svo virðist sem harka sé komin í samskipti milli íbúa og starfsfólks Íslandspósts. Benedikt segir að Íslandspóstur hafi kært stuld á póstkassa sem stóð við heimreið að einum bæ í sveitinni. “Ég neita því ekki að ég hef hvatt bændur til að færa póstkassana af afleggjerum heim að húsum þar sem þeir eiga að vera,” sagði Benedikt að lokum.

 

Ágústa Huld, forstöðumaður samskiptadeildar Íslandspósts sagði í samtali við Skessuhorn síðdegis í dag að póstmál íbúa í Helgafellssveit yrði leyst farsællega og í sátt við íbúa. Hún harmaði að það skyldi lenda í fjölmiðlum. Sagði hún ljóst að íbúar dreifbýlis yrðu að sætta sig við að póstkassar væru staðsettir við afleggjara að bæjum. Nánar um svör Ágústu í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is