Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2008 10:11

Samþykkt að sviðsstjórar fari í ný störf án auglýsingar

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að við gildistöku nýs stjórnskipulags Akraneskaupstaðar í byrjun næsta árs taki sviðsstjórar við nýjum störfum án þess að þau verði auglýst. Launa- og kjaramál verði þau sömu og í fyrra starfi. Bæjarráð fór með samþykktinni að tillögu stýrihóps um stjórnskipulag kaupstaðarins. Störfin sem um ræðir eru framkvæmdastjórastöður við Fasteignastofu, Fjölskyldustofu og Skipulags- og umhverfisstofu Akraness. Jón Pálmi Pálsson sem gegnir starfi bæjarritara kemur til með að veita Fasteignastofu forstöðu. Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri fræðslu- tómstunda- og íþróttasviðs verður framkvæmdastjóri Fjölskyldustofu og Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs verður framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu.

Við gildisstöku nýs stjórnskipulags um áramót verður staða sviðsstjóra fjölskyldusviðs lögð niður og fellur starfsemi sem áður heyrði undir sviðið til þá nýstofnaðrar Fjölskyldustofu. Núverandi sviðsstjóra verður boðið starf deildarstjóra hjá Fjölskyldustofu, segir í tillögunni sem samþykkt var í bæjarráði, en núverandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs er Sveinborg Kristjánsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is