Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. september. 2008 11:15

Vinna við náttúrulón á Lýsuhóli í fullum gangi

Í pottinum á Lýsuhóli. Ljósm. Haukur Þórðarson.
“Þetta nýstofnaða félag er nokkurs konar hagsmunafélag heimamanna sem hefur það hlutverk að halda utan um þá hagsmuni sem að okkur snúa,” segir Margrét Björk Björnsdóttir í Böðvarsholti í Staðarsveit en eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur áhugahópur í sveitinni unnið að undirbúningi þess að koma upp heitu baðlóni með ölkelduvatni á Lýsuhóli. Þar hefur ölkelduvatnið verið nýtt í sundlaugina um árabil og til upphitunar félagsheimilis og skóla. Margrét er formaður hins nýstofnaða félags. “Félagsaðild miðast við þá sem hafa búsetu hér í skólahverfi Lýsuhólsskóla. Mæting á stofnfundinn í liðinni viku var mjög góð. Nánast allir þeir sem vettlingi geta valdið voru mættir,” segir Margrét.

Hún segir að undirbúningsvinnan að undanförnu hafi tekið sinn tíma. Nú bíði hópurinn eftir niðurstöðum úr borunum á vegum Orkuveitu Staðarsveitar sem gerðar hafa verið á svæðinu og er enn ólokið. “Það skiptir okkur líka miklu máli í þessari vinnu hversu mikið vatn finnst á svæðinu,” segir Margrét og bætir því við að einnig sé verið að vinna í formsatriðum á borð við deiliskipulag og eignaraðild. Viðræður við fjárfesta eru ekki hafnar. “Við höfum verið að sækja um styrki fyrir undirbúningsvinnunni og mætum mikilli velvild alls staðar. Nýjasti styrkurinn er frá Vaxtarsamningi Vesturlands upp á 1,5 milljónir króna.”

 

Margrét segir að þótt verkefnið sé vissulega tímafrekt stefni áhugahópurinn ótrauður áfram. “Þær góðu viðtökur sem við höfum fengið efla okkar styrk og þor. Við horfum glöð til framtíðar en það er margt sem þarf að huga að.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is