Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. september. 2008 07:20

Fjöldi verslunarrýma á lausu á Akranesi

Akranes. Ljósm. Mats.
„Á síðasta ári bættist við gríðarlega mikið pláss í verslunar- og þjónustuhúsnæði í bænum. Til að mynda voru opnaðar tvær stórar verslunarmiðstöðvar, Smáragarðshúsið við Dalbraut þar sem Krónan er og Bónushúsið við Þjóðbraut. Ég gæti trúað að við værum komin með verslunarrými sem gæti þjónað 15 þúsund manna byggð. Við stöndum sérstaklega vel núna hvað matvörumarkaðinn snertir, hér eru margir að bjóða upp á matvöru,“ segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri þegar blaðamaður Skessuhorns ræddi við hann um mikið framboð verslunar- og þjónusturýmis í sveitarfélginu. Að minnsta kosti tólf pláss í bænum eru annað hvort laus eða að losna, sum hver stór verslunarpláss í fermetrum talið.

Mikil aukning á verslunarrými gæti verið hluti af þeirri skýringu hvers vegna svo mörg pláss liggja á lausu, en þau hafa flest staðið auð í marga mánuði og ekki farið í leigu þrátt fyrir að vera vel merkt sem laus og húsnæðið vandlega auglýst til leigu. Þá kann skýringin einnig að vera sú að nú á tímum samdráttar sé ekki eftirsóknarvert að bæta við verslun í nágrenni höfuðborgarinnar.

 

Þau verslunarrými sem laus eru á Akranesi eru: Tvö í verslunarmiðstöð Ásgarðs við Dalbraut þar sem BT og Cheyenne voru áður með rekstur. Tvö í Bónushúsinu; eitt hefur aldrei komist í útleigu og hitt er þar sem Tölvulistinn var til húsa. Skagavershúsið við Miðbæjarreit og Henson-húsið svokallaða við Kalmansbraut þar sem Nettó var áður. Þrjú pláss eru laus við Kirkjubraut; 54-56 þar sem Penninn var áður, Málningarbúðin og gamla pósthúsið. Við Stillholt eru síðan að losna þrjú pláss og er vitað að tveir rekstraraðilar þar fara í nýbyggingu við Þjóðbraut þegar hún opnar með haustinu, Landsbankinn og verslunin Módel. Þá er nýbúið að tilkynna að Sparisjóðnum verður lokað um næstu mánaðamót, þannig að þar losnar eitt rými og væntanlega eru einhver fleiri pláss á lausu sem hér hafa ekki verið talin upp.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is